Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 17
IÐUNN
Alþingishátíðin 1930.
211
Enginn má ætla, að hér sé verið að amast við tog-
urum né túnasléttum, né heldur brjóstveikrastyrknum.
Síður en svo. Hér er að eins verið að benda á van-
rækslu í þjóðaruppeldi, og ber þó jafnframt að minnast
þess með þakklæti, að ærið margt stefnir til bóta hin
síðustu árin, og má benda á nýstofnaðan menningarsjóð,
sundhöll í Reykjavík, aukinn styrk til sundlaugabygginga
úti um land og margt fleira. En betur má þó ef duga
skal.
Það mætti vera mikið áhyggjuefni, hversu sjálfstæðis-
vitund þjóðarinnar er enn ófullkomin. Stjórnarfarslegt
fullveldi er ekki einhlítt. Hættulegasti þröskuldur þjóðar-
sjálfstæðis er það, þegar hundsaðir eru þeir kraftar, sem
í landinu fæðast upp, en kropið í kotungslegri lotningu
fyrir útskæklum erlendrar menningar. Þyki þetta illa að
orði komist og djúpt tekið í ár, getur hver og einn
skygnst um í sinni sveit og séð, hversu enn birtast í
blóði voru áþjánarmörk liðinnar lægingar.
En þannig mun ætíð verða, meðan fjárráð íslenzkra
menningarmála eru háð anda pólitískra »sparnaðar-
bandalaga« og þeim er ætlað að lifa »á leifunum, sem
afgangs eru.«
Ur þessu ætti hinn ímyndaði þúsundárasjóður að bæta.
Harin á að verða sjóður íslenzkrar þjóðmenningar.
Honum á að verja til almennra uppeldismála í bóknámi
og líkamsmentun og til viðgangs listum og vísindum.
Hann á að lepsa hið andlega líf úr læðingi, gera það
að ríki í ríkinu, óháð öllum hverfleika á öðrum sviðum
þjóðlífsins. Hann á að verða fjöregg heilbrigði vorrar,
þjóðernis og sjálfstæðis, og vinna oss nýja sigra í sann-
leikans þjónustu.
Það er staðreynd, að peningar eru afl þeirra hluta,
sem gera skal. En hin staðreyndin er engu óvissari,