Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 31
IÐUNN Hneykslið. 225 vegar svo geðfelt og heillandi, að hann gat ekki af sér fengið að synja um þetta með öllu. Það varð þá að samningum, að Gunnfríður skyldi laumast til laugarinnar á kvöldin, er veður væri sem blíðast, eftir að allir sundnemarnir væru á brott, hver til síns heima. Hann áskildi það, að hún bæri sundklæði frá herðum á hné niður, klæddi sig og afklæddi undir tilteknu gras- barði í námunda við laugina og færi að því öllu sem skjótast og dulast. Hún skildi það til, að hann þegði yfir þessu við alla; því fengju foreldrar hennar pata af tiltækinu, ætti hún víst blátt bann og ærnar ávítur. Þessu fór fram. Gunnfríður reyndist skarpnæm. Hún setti það og lítt fyrir sig, þó kalsi væri í veðri, og féllu því fá kvöld úr. Sundkennarinn stundaði kensluna með kostgæfni. Hann var sælastur manna í starfi sínu þessi vorkvöld. En stundum gat þó gripið hann það ástand, sem helzt líktist logandi kvöl. Hann svitnaði þá og titraði eins og lauf í vindi, og hann varð stundum að taka á öllu þreki sínu og manndómi, til þess að halda sér í skefjum; sér í lagi meðan ungfrúin var á þurru landi. Svo var það eitthvert bjartasta sólskinskvöldið. — Gunnfríður var nýkomin úr lauginni og tæplega full- klædd undir grasbarðinu. Þá kom sundkennarinn þangað til hennar. »Nú tel ég yður fullnuma í bringusundi og hliðarsundi, enda hafið þér verið minn snjallasti nemandi*, sagði hann og röddin var eitthvað annarleg, heit og hamslaus og þó lág og mjúkleg. »En áður en þér byrjið á bak- sundi, langar mig til að tala dálítið við yður. Mig langar til að spyrja yður — eða réttara sagt. — O, ungfrú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.