Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 34
228
Hneykslið.
IÐUNN
væri »telpan sú« ekki sitt meðfæri á þessum vettvangi;
hann vék af sér öllum vanda og vatnaði fylgið að lokum
út í orðatiltækjum eins og: »Annars æskilegt*. —
»Skynsamlegt ráð«. — »Ekkert fráleitt« o. s. frv. Svo lét
hann kalla á Gunnfríði, en hvarf sjálfur.
Presturinn hafði hugsað fyrirfram stutta, en snotra
frumræðu og svo nokkrar svarræður, sína af hverri
tegund, til að grípa til, þegar út í orðaskiftin kæmi. En
þegar til átti að taka, fór allur sá viðbúnaður út um
þúfur, eins og oft vill verða. Að vísu hélzt honum á
ræðusniðinu, en sjálfar ræðurnar spiltust mjög og um-
hverfðust í meðförunum.
»Eg veit ekki, ungfrú Gunnfríður, hvort yður hefir
órað fyrir erindi mínu hingað í þetta sinn. Mér væri
það ósegjanleg gleði, ef þér hefðuð einhverntíma kent
svipaðra tilfinninga í minn garð, eins og ég í yðar, og
þá kæmi yður ekki að óvöru það, sem ég ætla nú að
segja yður og — í guðs nafni — öldungis formálalaust:
Hingað er ég kominn til þess, að biðja yður að verða
lífsförunaut minn í blíðu og stríðu, þangað til dauðinn
— í bili — skilur samvistir okkar; — er kominn hingað
til þess að biðja yður um það bjartviðri hugans og þá
sólhlýju hjartans, sem þér berið með yður ávalt og
alstaðar. Til mikils er mælst; en ég hefi talað við föður
yðar og hann er erindi mínu hlyntur*.
»Æ, því fóruð þér að tala um þetta við pabba. Þjóð
veit þá þrír vita, segir máltækið. Ekki svo að skilja að
pabbi sé lausmáll. En hann hefir það til að vera bæði
glettinn og stríðinn, og nú verður hann að stríða mér
næstu dagana, ef ég þekki hann rétt. Æ, þetta var
óheppilegt, prestur. Ef þér hefðuð aftur nefnt þetta við
mig eina, þá hefði aldrei nokkur maður þurft um það
að vita, nema við tvö«.