Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 79
IÐUNN
Listir og þjóðir.
273
á hinn einfaldasta og sjaldgæfasta hátt, eins og t. d.
Egyptar í myndhöggvaralistinni, F. Millet í málaralistinni
og Whistler í svartlistinni.
Engum blandast hugur um það, að liststefnur Rómana
og Germana eru hvor annari andhverfar í eðli sínu. En
byltingar og styrjaldir 20. aldarinnar hafa sett sameigin-
legt mark á meginpart af list þeirra kynflokka, sem
meginlandið byggja — mark tízkunnar og lægri hvata.
(Maður sér þetta greinilegast á sýningu listaháskólans í
París og í »Gallerie Flechtheim* í Derlín.)
Vonandi rís listin endurborin úr þessum hreinsunar-
eldi. Hvar og hvernig, verður tíminn að skera úr. —
Ekki kæmi mér á óvart að þjóðir þær, sem fjöllin
byggja, legðu fram nýja krafta. Mörgum mun þykja þetta
undarleg ályktun og all-heimskuleg, en sagan mun sýna
að frá rótum fjallanna eru allar andlegar orkulindir
runnar.
Ekki er það tilviljun ein, að meginkraftur andans á
hásæti í Himalayjafjöllum, en ekki á flatlendi Afríku.
III.
Það væri fróðlegt að athuga aðstöðu okkar Islendinga
í þessu efni. Enginn vafi er á því, að marga ónotaða
krafta á þjóðin til í fórum sínum. Hins vegar bendir
margt á, að þessir kraftar losni alment seint úr læðingi.
Hreyfing sú, er þúsund-ára-hátíðin (1874) myndaði,
var ekki listræn. I frelsisvímunni leitaði þjóðin að auð-
æfum og erlendu glingri, en hugsaði minna um að
endurreisa þjóðlífið í anda listarinnar.
Fyrstu sporin í áttina stigu íslendingar á síðustu
byltingatímum, þegar enginn þekti rétt frá röngu, nema