Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 100
294
Ritsjá.
IÐUNN
síðari koslurinn tekinn — og það virðist höf. hafa gert — verðum
við áreiðanlega að taka stéttahatrið með, og fjáir þá ekki að æðr-
ast eða flýja upp í prédikunarstól, þótt það stingi upp höfðinu við
og við.
Annars er tæplega um hreint stéttahatur að ræða í þessari bók.
Hjá flestum höfuðpersónum sögunnar á andúðin gegn konsúlnum
rætur sínar í einkamálum, að meira eða minna Ieyti — t. d. hjá
Úlfhildi, Geirlaugu og Þórði lækni. Inn í þenna þjóðfélagsróman
hefir höf. sem sé ofið ástum og einkamálum allskonar — ef til vill
til þess að geðjast fjöldanum og gera söguna Iæsilegri. Við þessu
er auðvitað ekkert að segja. Lífið er margslungið og fer eigi
ávalt beinar brautir. En þá þarf þetta fvent að vera þann veg
saman ofið, að það styðji og styrki hvað annað og efli áhrifamátt
sögunnar. Það má ekki verka tvístrandi eða toga hvað á móti
öðru. En hér verður einmitt sú niðurstaðan. Tvíveðrungurinn í
þessari sögu, milli stefna og einkamála, pólitíkur og ásta, virðist
mér draga úr áhrifum hennar. Hún verður léleg ástasaga vegna
þess, hve mjög hún snýst um þjóðfélagsmál. Hún verður einnig
léleg þjóðfélagsádeila vegna þess, að einkamálin grípa inn, dreifa
athyglinni og lama athafnaþrótt sumra persónanna. Þórður læknir
verður t. d. fyrir því óhappi að trúlofast dóttur konsúlsins um
það leyíi sem baráttan milli þeirra hefst. Og þessi slysni verður
undirrótin að óförum hans. —
Hér að framan hefir aðallega verið dvalið við þá hlið bókar-
innar, er að þjóðfélagsmálum veit. Það lá beint við, því frá mínu
sjónarmiði er það tilætlun höf., að þar eigi að leita þungamiðju
hennar. En sjálfsagt má líta á bókina einnig frá annari hlið.
Hvernig er sagan sögð? Er hún veigamikið skáldrit eða ekki?
Hvernig hafa mannlýsingarnar tekist? O. s. frv.
Frá þeirri hlið skoðað er sumt vel um bókina. Frásögn höf. er
yfirleitt létt og lipur og sagan er fjarri því að vera leiðinleg
aflestrar. Höf. er athugull á smámuni hversdagslífsins og ytri fram-
komu fólksins. Af persónulýsingum hefir konsúllinn tekist langbezt.
Hann er markaður skörpum dráttum og eina persónan f sögunni,
sem festist í minni lesandans. — Annars er sagan nokkuð misjöfn.
Fyrri hluti hennar virðist dálítið óvandvirknislega skrifaður. Frá-
sögnin streymir að vísu létt úr penna höf. og það er Iíf og fjör í
stílnum. En nokkuð virðist skorta á þá listrænu einbeitingu, sem
sker burtu alt sem er óþarft og heldur því einu, sem bregður ljósi