Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 37
IÐUNN
Hneykslið.
231
lokið þar stúdentsprófi. Síðan höfðu þeir stundað nám
við brezkan verzlunarskóla um tveggja ára skeið.
Það var því fyrst og fremst til að hlaupa í skarð
Sigvalda verzlunarstjóra, að Hjörtur hafði tekist á hendur
þessa sumarvist í Eyrarkaupstað. En í annan stað hugði
hann gott til að viðra sig í sveitinni sumarlangt, eftir
langar setur í stórbæjum. — En þeir, sem kunnugir
voru högum hans, vissu að engin nauður hafði rekið
hann þangað í fásinnið, vissu að hann gat valið um
arðvænlegar stöður og þektu til þess, að hagur hans
var í góðu lagi,
Maðurinn vakti mikla athygli á þessum stöðvum,
einkum meðal kvenna. Hann var hár og fagurvaxinn
og þann veg greiddur og handsnyrtur, að ungfrúm flest-
um í Eyrarfirði þótti sem með töfrum væri. Hann var
og einkar snyrtilegur í klæðaburði og það svo, að trautt
hafði sést nokkur hliðstæða þess í Eyrarfirði. En það,
sem mestum undrum sætti var þetta, að þótt hann ægi
döðlur eða púðursykur, hveiti eða grænsápu, skyldi ekki
sjást fis á fötum hans eða höndum. Maðurinn var og
ljúfur í viðmóti og hinn liprasti í skiftum og hafði á sér
annað snið kurteisinnar heldur en nokkru sinni hafði
áður þekst innan »disksins« í Eyrarbúð. Þær höfðu
mjög orð á því, stúlkurnar, — fundu hvað við þær var
átt. En það sem snart þær einna sterkast, margar hverjar,
var tillit mannsins, — augnaráðið. Þær höfðu lítt orð á
því sín á milli; en það varð að duldum og helgum
dómi, sem geymdur var og varðveittur dýpst í fylgsnum
hugans.
Hjörtur hafði ekki lengi dvalið í Eyrarkaupstað, þegar
Þorsteinn gamli Sigvaldason sló upp á sínum alkunnu
glettum við hann. — Þau sátu fjögur við kvöldverðar-
borðið, Þorsteinn, Helga kona hans, Hjörtur og svo