Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 61
IÐUNN
jóhannes Miiller og höllin í Elmau.
255
vald hinu volduga hljóðfalli, sem ríkir í tilverunni, láta
hugsanir vorar og athafnir stjórnast af því, láta líf vort
— í fullri undirgefni — stíga og hníga á öldum þess.
Þá lifum vér algerlega eftir upprunalegri ávísun —
dánir öllum lögmálum, öllum játningum, öllum boðorðum.
Þá lifum vér í fullu sambandi við hina instu og dýpstu
uppsprettu allífsins, þá erum vér farvegir hins ólgandi,
streymandi lífs. Lífshræringar guðs titra oss í hverri
taug, kraftur hans býr með oss, kærleikur hans og
miskunn geisla af öllu lífi voru.
Páll Þorleifsson.
íslenzk bókagerð.
Tveir íslenzkir rithöfundar hafa nýverið ritað athyglis-
verðar greinar um þetta efni, hr. Kristján Albertson í
síðasta hefti »Vöku« f. á. ogsíðarí Lesbók Morgunblaðsins,
og hr. ]ón Sigurðsson á Vzta-Felli í tveim síðustu heft-
um »Iðunnar«. Greinar þessar eru að vísu fjarskyldar,
en eiga þó ýmislegt sameiginlegt, sérstaklega frá sjónar-
miði bóksalans, og vildi ég því hér með leyfa mér að
taka þær báoar dálítið til athugunar.
Mér þykir altaf vænt um er ég verð var við áhuga á
bókum; þó að sá áhugi birtist í árásum á starf mitt,
eða jafnvel í beinum fjörráðum við það, þá er það þó
miklu betra en deyfðin. Það sýnir, að áhugi þessara
manna er svo mikill, að hann knýr þá til að leita að
nýjum leiðum — eða, ef ég vildi vera hreinskilnari,