Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 97
IÐUNN
Ritsjá.
Guðmundur Gíslason Hagalín: Brennumenn. Saga úr nútíðar-
lífinu. Akureyri. Bókaverzlun Þorsteins M. }ónssonar. 1927.
Að þessu sinni hefir Hagalín sent skáldsögu mikla á markaðinn.
Er bókin hin myndarlegasta að ylra útliti, þrifleg og þykk, 300
bls. fullar. Framan á kápunni gefur að líta glossalega teikningu með
rauðum eldtungum og dansandi djöflum. Og á þessum eld- og blóð-
grunni stendur með svörtum stöfum þessi vísa Stefáns frá Hvítadal:
Blóðstokknir eru þeir ofnar,
sem ylja þeim náttmyrkrin svörtu.
Og glóandi rauður hver ofninn er
og eldsneytið mannahjörtu.
Feiknstafir allskonar blasa þegar við hugarsjónum lesandans:
Brennuvargar, blóðspor, eldar haturs og hefnda, voðaverk. Og er
vér höfum gengið úr skugga um, að höf. aetlar oss ekki að rekja
feril Flosa eða Gissurar, heldur vill takast á hendur að leiða oss
um villuganga núlíðarlífsins, eykst forvitnin og eftirvæntingin um
helming. Hér er líklega verk, sem einhver gustur stendur af, eitt-
hvað hefir að segja oss nútíðarmönnum. Vér íslendingar erum nú
vanastir því, að skáld vor gangi á snið við vandræðamál tímans
og úrlausnarefni. Mest af því, sem gefið er út hér á landi, gæti
alveg eins verið skrifað fyrir 20—30 árum — rétt eins og lieim-
urinn hafi engum breytingum tekið á þeim tíma! Það væri því
gleðiefni að kynnast einum höfundi, sem ekki sneiddi hjá, heldur
réðist á viðfangsefnin með eldhug, hvernig svo sem hann að öðru
leyti kynni með þau aö fara. Mundi hér vera maður, sem tekur
hlutina föstum tökum, grípur á kýlunum og kreistir, kreistir? Skyldi
hann vera þess um kominn að ryðja veg gegnum velling flokka-
krits og dægurþvargs?
Bókin spennir hátt streng eftirvæntingarinnar — áður en farið
er að lesa hana. Heldur hún það, sem kápan og titilblaðið lofa?
Að einu leyti gerir hún það. Vér erum þegar mitt inni í þjóð-
málaiðu nútímans með stéttabaráttu og stympingum. Leiksviðið er
sjávarþorp vestanlands, sem „skippundsþungur auðvaldsburgeis"