Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 65
ÍÐUNN lslenzk bókagerÖ. 259 AÖfinslur höf. ganga aðallega út á fyrirferð bókanna. Hann vill hafa þær með þéttu letri, á þunnan, sterkan pappír, >mjóar blaðrandir* (hjálpi mér, að það skuli vera bókamaður, sem talar svo!) o. s. frv., eða styzt sagt: sem fyrirferðarminstar. Það er rangt komist að orði hjá höf., að það sé að »ginna fé út úr fólki«, þegar reynt er að hafa fyrir- ferðina mikla á bókum. Réttara er að komast svo að orði, að fyrirferðin sé gerð til þess, að mönnum finnist ekki eins mikið til um það verð, sem verður að vera á bókinni. Pappír er seldur eftir þyngd; því er þunnur pappír þéttur oft eins dýr og hrjúfur pappír, þó hann sé þrefalt þykkri. Mönnum verður það ósjálfrátt, að mæla bækurnar milli fingranna, í stað þess að líta á blaðsíðutalið og reikna leturmergðina. Eg er handviss um, að ef ég byði Jóni Sigurðssyni tvær bækur, jafnar að fyrirferð, aðra á eina krónu, hina á þrjár—fjórar krónur, hann mundi tauta yfir verðinu á dýrari bókinni þó að það væri sannvirði, samanborið við verð hinnar bókarinnar. Eg ætla að gera samanburð á tveim bókum, sem J. S. nefnir, >Myndum« Huldu og >Mönnum og mentum* eftir Pál E. Olason, þessu til skýringar. Ef Menn og mentir hefðu verið gefnar út í samskonar útg. og Myndir, og í jafnstórum bindum, þó að hver síða hefði verið fullsett, þá hefði það orðið rúmlega 23 bækur. Þær hefðu tekið um 60 cm. rúm í hyllunni, í stað 15 cm. Mundi honum þá ekki hafa þólt verðið skaplegra? Við lítil upplög, eins og hjá okkur gerast, er pappír- inn minsti kostnaðurinn. Aðalkostnaðurinn liggur í vinnu prentaranna, útgáfurétti o. fl. Við miljónaupplög, eins og >Everyman’s Library«, snýst þetta við, þar er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.