Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 65
ÍÐUNN
lslenzk bókagerÖ.
259
AÖfinslur höf. ganga aðallega út á fyrirferð bókanna.
Hann vill hafa þær með þéttu letri, á þunnan, sterkan
pappír, >mjóar blaðrandir* (hjálpi mér, að það skuli
vera bókamaður, sem talar svo!) o. s. frv., eða styzt
sagt: sem fyrirferðarminstar.
Það er rangt komist að orði hjá höf., að það sé að
»ginna fé út úr fólki«, þegar reynt er að hafa fyrir-
ferðina mikla á bókum. Réttara er að komast svo að
orði, að fyrirferðin sé gerð til þess, að mönnum finnist
ekki eins mikið til um það verð, sem verður að vera á
bókinni. Pappír er seldur eftir þyngd; því er þunnur
pappír þéttur oft eins dýr og hrjúfur pappír, þó hann
sé þrefalt þykkri. Mönnum verður það ósjálfrátt, að
mæla bækurnar milli fingranna, í stað þess að líta á
blaðsíðutalið og reikna leturmergðina. Eg er handviss
um, að ef ég byði Jóni Sigurðssyni tvær bækur, jafnar
að fyrirferð, aðra á eina krónu, hina á þrjár—fjórar
krónur, hann mundi tauta yfir verðinu á dýrari bókinni
þó að það væri sannvirði, samanborið við verð hinnar
bókarinnar.
Eg ætla að gera samanburð á tveim bókum, sem J.
S. nefnir, >Myndum« Huldu og >Mönnum og mentum*
eftir Pál E. Olason, þessu til skýringar. Ef Menn og
mentir hefðu verið gefnar út í samskonar útg. og
Myndir, og í jafnstórum bindum, þó að hver síða hefði
verið fullsett, þá hefði það orðið rúmlega 23 bækur.
Þær hefðu tekið um 60 cm. rúm í hyllunni, í stað 15
cm. Mundi honum þá ekki hafa þólt verðið skaplegra?
Við lítil upplög, eins og hjá okkur gerast, er pappír-
inn minsti kostnaðurinn. Aðalkostnaðurinn liggur í vinnu
prentaranna, útgáfurétti o. fl. Við miljónaupplög, eins
og >Everyman’s Library«, snýst þetta við, þar er