Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 70
264 íslenzk bókagerð. IÐUNN fólkið fara að meta þær bækur, er hlæðust upp hjá því og það hefði hvorki tíma til né áhuga á að lesa? í bjartsýni sinni ætlast K. A. til, að bækur ríkisfor- lagsins menti svo smekk manna, að þeir fari að meta það, sem þeir hafa ekki kunnað að meta áður. Forstjór- inn geri svo strangar kröfur til íslenzkra höfunda og velji þannig útlendar bækur til að þýða, að þetta hljóti að verða. En er líklegt að höfundarnir semji það betri bækur fyrir ríkisforlag en okkur forleggjaranefnurnar, að þar verði yfirleitt nokkur munur á? Skrifa ekki höf- undar yfirleitt eins vel og þeir geta? Gerum þó ráð fyrir að forstjórinn yrði svo »vitur, mentaður og víðsýnn«, að honum tækist að velja 18 bækur árlega, sem 4 þúsund kaupendur vildu lesa, allar. En er það svo víst, að hann næði í 4 þúsund menn, sem borguðu honum 36 kr. á ári? Þó að víðlesnustu tímaritin hafi um 2 þús. kaupendur (er »Vaka« búin að ná því?), þó að útbreiddustu blöðin hafi um 4 þús., er líklegt fyrir því að náist í 4 þús. kaupendur að 18 úrvalsbókum á ári? Eg þori að fullyrða, að það sé með öllu óhugsanlegt. Nokkur undanfarin ár hafa verið krepputímar í Iandi voru, lítið af peningum í umferð og fjöldi manna, sem hefir löngun til að eignast góðar bækur, orðið að neita sér um það. Hitt skiftir þó meiru, að mínu áliti, að tímarnir eru að breytast. Lestrarlöngunin hjá þjóðinni er að minka. Það er máske af eðlilegum ástæðum og þýðir ekkert að sakast um það. Samgöngurnar eru að batna og umferð að aukast, blöðin stækka og þeim fjölgar, bíóin færast í aukana, útvarpið — sem raunar er dautt og vonandi rís aldrei upp aftur, — alt er þetta til þess að glepja menn frá bóklestri. Það má jafnvel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.