Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 86
280
Ástir ]ónasar Hallgrímssonar.
IÐUNN
vitað, að hann elskaði mig svona mikið!« — »Þetta
alveg alt, sem fór fram okkar á milliU »Þetta nákvæm
lýsing á því öllu saman!« o. s. frv.
Ferðalok eru innilegasta ástarkvæðið á íslenzku, frá
mér að sjá. Annað er »Man ég þig mey«. Eg ímynda
mér að Norðurlandamálin eigi ekki til þýðara og ástúð-
legra kvæði en »Ferðalok«. Ætli það sé ekki rétt til-
gáta, »að allar vildu meyjar« að það væri til sín kveðið,
og þó varð hin rétta svo innilega sárhrygg, þegar hún
heyrði það mörgum, mörgum árum síðar.
Man ég þig mey.
Jónas útskrifaðist vorið eftir úr Bessastaðaskóla. Hann
fór ekki norður og hann sótti ekki um brauð, en gerðist
skrifaði hjá Ullstrup land- og bæjarfógeta. Hann pantaði
sér föt frá Höfn og gekk á bláum kjól með gyltum
hnöppum og þótti hinn glæsilegasti. Ekki sigldi hann,
heldur mun hann hafa ætlað að vinna sér inn fé til
þess að geta það. — I Reykjavík var þá frú Margrét
Knudsen, ekkja eftir Lauritz Michael Knudsen kaup-
mann. Hún var merkiskona mikil og átti fjölda barna,
sem 1829 voru mjög komin upp. Þau systkyni eru nú
forfeður og formæður fjölmennustu ættar á landinu. Af
þessum systkynum kemur hér að eins við söguna ein
systirin, sem hét Kristjana og var kornung stúlka 1829
eða 15 vetra. Tvær yngri systur hennar verð ég að
nefna vegna þess, sem þær sögðu frá síðar. — Jónas
feldi brátt hug til Kristjönu Knudsen, en hún fór undan
og vildi ekki taka tilbeiðslu hans. Kristjana var mesta
fríðleiksstúlka og góð kona. Tvær yngri systur hennar
vissu af tilbeiðslu Jónasar; sú eldri þeirra var Jóhanna
Guðmundsen, á Litla-Hrauni síðast; hún sárkendi í