Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 31
IÐUNN
Hneykslið.
225
vegar svo geðfelt og heillandi, að hann gat ekki af sér
fengið að synja um þetta með öllu.
Það varð þá að samningum, að Gunnfríður skyldi
laumast til laugarinnar á kvöldin, er veður væri sem
blíðast, eftir að allir sundnemarnir væru á brott, hver
til síns heima.
Hann áskildi það, að hún bæri sundklæði frá herðum
á hné niður, klæddi sig og afklæddi undir tilteknu gras-
barði í námunda við laugina og færi að því öllu sem
skjótast og dulast.
Hún skildi það til, að hann þegði yfir þessu við alla;
því fengju foreldrar hennar pata af tiltækinu, ætti hún
víst blátt bann og ærnar ávítur.
Þessu fór fram.
Gunnfríður reyndist skarpnæm. Hún setti það og lítt
fyrir sig, þó kalsi væri í veðri, og féllu því fá kvöld úr.
Sundkennarinn stundaði kensluna með kostgæfni. Hann
var sælastur manna í starfi sínu þessi vorkvöld. En
stundum gat þó gripið hann það ástand, sem helzt líktist
logandi kvöl. Hann svitnaði þá og titraði eins og lauf í
vindi, og hann varð stundum að taka á öllu þreki sínu
og manndómi, til þess að halda sér í skefjum; sér í lagi
meðan ungfrúin var á þurru landi.
Svo var það eitthvert bjartasta sólskinskvöldið. —
Gunnfríður var nýkomin úr lauginni og tæplega full-
klædd undir grasbarðinu. Þá kom sundkennarinn þangað
til hennar.
»Nú tel ég yður fullnuma í bringusundi og hliðarsundi,
enda hafið þér verið minn snjallasti nemandi*, sagði
hann og röddin var eitthvað annarleg, heit og hamslaus
og þó lág og mjúkleg. »En áður en þér byrjið á bak-
sundi, langar mig til að tala dálítið við yður. Mig langar
til að spyrja yður — eða réttara sagt. — O, ungfrú