Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 39
IÐUNN
Hneyksliö.
233
>En sýnd veiði, en ekki gefin, stúlkan sú, eftir því
sem sagt er«.
»Það er ekki öðru að kenna en framtaksleysi og
klaufaskap ungra manna, að hún Gunnfríður leikur þetta
lausbeizluð ár eftir ár. — Hún er annars hálfþrítug,
svo ekki er úrhættis. — En slíkir kvenkostir mega heldur
ekki mygla. Það væri bæði synd og skömm, ef hún Fríða
feldi eina fjöður æskublómans áður en hún fer að vaxta
sig. Eg hefi margsagt konunni minni það, að væri ég
hálfri öld yngri en ég er, þá skyldi ekki Gunnfríður
skvettast svona ógefin einum degi lengur. Trúi því laust,
að ég hefði ekki klófest hana, meðan ég var og hét«.
»Þú hefir nú líklega heyrt, hvernig þeim hefir gengið
það, piltunum«, sagði Helga.
»]ú, jú, en ég marka lítið þær aðferðir, sem ungir
menn beita í ástamálum, velflestir, nú á tímum. Maldi
stúlkan eitthvað í móinn rétt fyrst í stað, lúffa þeir og
stökkva burtu eins og þegar púðri er skotið á hund. —
Fyrirgefið! — Eg veit að mér hefði ekki verið hentug
slík hvimpni í kvennamálum«.
»Lítur ungfrúin stórt á sig?« sagði Hjörtur.
»Alt í hófi. — Að sjálfsögðu er hún ekki föl lægst-
bjóðanda. Hún hefir hryggbrotið þá einhverja, það er
alt og sumt, seinast prestinn, segja þeir. Það getur verið
skreytni. — En hann er á förum héðan úr plássi, víst
er um það. — Nei, hún Fríða, hún er ljómandi gull;
flest er vel um hana, hún er ekki einungis glæsilegasta
stúlkan hér um slóðir, hún er fjörugust, djörfust, mesta
hannyrðadrós sýslunnar, söngvin eins og englarnir og
synd eins og selur. — Látum hana sjálfráða með öllu.
Þegar hennar tími er kominn, þá hremmir hún. Hún er
ein af þeim, sjáið þér, hún hremmir. Og þeim, sem hún