Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 12
6
Stefán frá Hvítadal.
IÐU.MN
ari og fjölbreyttari. En það átti ekki fyrir honum að
liggja að afla sér víðtækari áhrifa utan frá eftir þetta.,
nema af skornum skamti. Eftir að hann kom heim og
settist að sem smábóndi veslur í Dölum, hélt hann í
fyrstu áfram að búa að áhrifunum frá Noregi, en tók
hins vegar, eins og Óður einyrkjans vitnar (1921), að
ieita lags í þjóðlegum skáldskap innlendum og sagn-
vísi, — orti að vísu enn mest undir sínum fyrri háttum,
en hið landlausa hugmyndaval föruskáldsins fer að
Júta í lægra haldi fyrir alþýðlegra, sveitalegra hug-
myndakerfi, og er ekki annað dæmi þar um ljósara en
fyrsta kvæði Óðsins, einnig vorkvæði, heitir Bjartar
nætur, til samanburðar við fyrsta vorkvæði Söngvanna,
sem ég vitnaði í áðan. 1 Björtum nóttum hefir hin ís-
lenzka sveitasæla (idyll) ásamt ástinni til fjölskyldu
og bús tekið það sæti, sem hin óhlutkenda sveimhygli
átti fyr í vorsólarkvæðinu í Söngvum förumannsins.
Petta kvæði, sem er að vísu afbrigða fagurt á köflum,
hefst með þessum orðum:
I kvöld er alt svo hreint og hátt —
ég hníg 1 faðm þinn, græna jörð,
og sveitin fyllist sunnanátt,
og sólfar hlýtt um Breiðafjörð.
Hann lýsir vorkomunni þannig, — næstum eins og
komu ungrar dalastúlku:
Þú komst ineð hlátri, hafðir áð,
á höfði barstu grænan klút.
Og heldur áfram:
Ö hvílík dýrð! og nautn! og 'náð!
og nasir mínar þöndust út.
Ég að mér gróðurilminn dró
og angan svalg frá blaði og legg