Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 16
'10
Stefán frá Hvítadal.
IÐUNN
til andófs við hinum miskunnarlitlu kröfum frá heimi
listarinnar, sem honum var bannað að sinna sökum
einangrunar, varð hann að hervæðast hugsunarhætti,
sem honum var samkvæmt lyndiseinkunn all-óskyldur.
Hin síbreytilegu straumhvörf í heimi listarinnar, bar-
■ átta lifsins í hverfulleikanum, sú logandi barátta, sem
kyndir undir öllum timabærum afreksverkum í andans
heimi, — það var honum nú lokuð bók. Og heldur en
gefa upp á bátinn tók hann það ráð að leita sér
hugsvölunar í hinu liðna, hinu staðnaða, í alls konar
„þjóðlegheitum“, jafnvel í alþýðukveðskapnum, en loks
í sögunni og fornkveðskapnum, — liðnum öldum.
Héðan lá leiðin rakleitt til hins forna kristindóms í
landinu, sem svo sterkan þátt á í sögu fortíðar vorrar,
skáldskap, bókmentum og tungu. 1 samræmi við brott-
hvarf sitt úr borginni til sveitarinnar, leitaði hann nú
aftur í sögu lands og þjóðar að uppbótarverðmætum,
yfirgaf hina Iogandi baráttu nútimans um hugsjónir,
lífsskoðanir og form, af því hann var þar vegna að-
stöðu sinnar gerður óvígur, sviftur tækifærum, samdi
sig að siðum hins upplýsta íslenzka stórbónda, sem
tignar fortíð Iandsins, sögu og trú, framandi gagnvart
hinum síbreytilegu straumum „tískunnar", sem er nafn
hans yfir alla verðandi og táknar í munni hans eitt-
hvað ljótt, sem skylt sé að hata. Stefán samsamaðist
mjög hugsunarhætti hins upplýsta íslenzka stórbónda,
þótt hann sjálfur tilheyrði andstæðri þjóðfélagsstétt;
förumannsæfi hans fyrrum hafði veitt honum þær for-
sendur mentunar, sem gáfaður stórbóndi getur í næöi
sínu aflað sér heima — eða heiman. Frá hagrænu sjón-
armiði var hann framvegis hinn fátæki einyrki, — en
hann varð aldrei stéttvís einyrki, sem samkvæmt rök-
,um veruleikans sjálfs hlýtur að eiga samleið með