Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 17
iðunn
Stefán frá Hvítadal.
11
hinum herskáa, stéttvísa verkamanni. Á sínu litla búi
hugsaði hann eins og íhaldssamur stórbóndi, en ekki
byltingasinnaður smábóndi, sem kappkostar að brjóta
•af sér grimdarok þeirra hagrænu máttarvalda, sem
fergja hold hans og bein og gera hann á kotinu að
ajálfs sín vesalingi. Hann neitaði að gera sér ljósa
sína hagrænu aðstöðu, en sökti sér niður í menningú
fornra bændahöfðingja, glæsileik fornrar skáldmentar
og bókagerðar, sem alt er afspringi sveitaauðsins forna,
stórmensku fornhöfðingjanna, vegsemd hinna gömlu
preláta, dýrlinga og klerka, — og þá lífsskoðun, sem
þessi forna valdastétt hélt uppi með þjóðinni. I þessu
undanhaldi til fortíðarinnar, sem átti að bæta honum
upp þau verðmæti hins lifanda lifs, sem hann varð að
fara á mis við í nútíðinni, var ekki óeðlilegt, að
hann næmi staðar við það fyrirbrigði, sem hæst bar í
dýrð, valdi og virðingu í sögu fortíðarinnar, kirkjuna.
— Enginn ætti að skilja það öllu betur en sá, sem
ritar þessar línur.
Heilög kirkja, sextug drápa, sem hann sendir út
í bókarformi 1924, er bæði að formi og efni op-
inber vottur um þetta undanhald burt frá nútím-
anum, á vit fortíðarinnar. Hann segir skilið við
bragarháttu förumannsáranna og tekur upp hrynhendan
stil forn-kaþólskra helgiljóða með bróður Eystein og
Jón Arason að fyrirmyndum. Hann gefur sig á vald
töfrum hinnar fornu kirkju, eins og hún birtist í þeim
sögum, sem til forna eru skráðar af þjónum þessarar-
stofnunar. Og hann gengur enn lengra: hann hygst
tnunu bæta sér upp nútímann með hinum kirkjulega
•absólútisma fornaldarinnar, sem hann þegar hefir veður
aí að enn sé ríkjandi í kenningakerfi kaþólsku kirkj-
•unnar. Hér væntir hann sér ekki að eins stuðnings,