Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 18
12
Stefán frá Hvítadal.
ÍÐUNM
heldur einnig réttlætingar á undanhaldi sínu frá tízku
og heimsglaumi, hér hafði hann fundið það vald, sem
var pess um komið að bjóða nútímanum byrginn.
(F>að vill svo vel til, að ég þekki alt þetta af eigini
reynd.) Með afturhvarfinu gerist hann boðberi þeirrar
stefnu, sem átti að koma honum' í stað hins, sem hann
hafði mist. Um leið og hann sannfærir sjálfan sig, leit-
ast hann við að sannfæra aðra um gildi þeirrar lífs-
skoðunar, sem hefir orðið honum hið persónulega;
athvarf í einverunni. Heilög kirkja er í senn trúarjátn-
ing höfundarins og árás á hina „unglegu þekkingu^
annars og nýrri tíma, lofsöngur til „messufríðrar og.
guðlegrar blessunar" og árás á „lygi tímans nýja“.
Kanna ég alda kynnin völdu;
klerkasveit er ljóma sterkust;
sæmdir þjóðar sjónum leiði,
sólarhjálma, græna pálma,
heila menn í helgu ranni,
hjartaprúða, messubjarta,
iðjuríka, auðnustyrka,
aldamerka höfuðklerka.
Um þá tíma, sem ólu hann og frjóvguðu áður föru-
mannssál hans, en örlögin hafa slitið hann úr sálu-
félagi við, kemst hann svo að orði:
Þustill för í þagnargisting,
protlaust hark til endimarka;
alt er hrun og voða-velta,
vígahlakk i feigum rakka.
Og svo framvegis.
Ýmsir hafa haldið því fram, að Heilög kirkja værii
andlaus rímbarsmíð, en að minni hyggju er það ekki,
svo. Heilög kirkja er víða prýðilega ort, að undan-