Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 20
14
Stefán frá Hvítadal.
IÐUNN
forskrift til pess að hægt sé að líkja því við kvæðf
hans um konur af holdi og blóði, ímyndaðar eða hugs-
anlegar, bæði' í þeirri bók og hinum fyrri, — samanber
t. d. kvæðið Þér konur í sömu bók. Hið síðarnefnda
er í senn viturlega niðurskipað og mjög ljóðrænt. En
þótt form Maríukvæðisins sé í sjálfu sér ólastanlegt,.
þá minnir það óhjákvæmilega á sönglag samið í tón-
stiga, sem hefir verið lagður niður fyrir löngu og.
verkar því áþekkast sérvizku eða rælni. I hrynhendu
gerði hann aldrei betur en í Heilagri kirkju, heldur
hneigðist þar meira og meira til miður einlægrar/
fyrnsku, — sjá t. d. kvæðið um van Rossum. Sú
hrifni af kirkjunni, sem birtist í hinni sextugu drápu,.
virðist fremur hafa verið bundin sögu þjóðarinnar en
trúnni sjálfri, að minsta kosti slær fölskva á þann
hrifniseld, eftir að hann er orðinn kaþólskrar trúar, en
alt lendir í rétttrúuðum, en litlausum játningum.
Þótt Stefán hafi í meiri hluta hins síðasta Ijóðasafns,
Helsingja, látið leiðast út í sálarlítið guðfræðistagl, sem
virðist ekki eiga djúpar rætur í persónuleik hans, þá
eru þó í bók þessari bæði einstakar visur og jafnvel
heil kvæði, sem þola samjöfnuð við hið upprunalegasta
í fyrri bókunum, og þar á ofan gædd nýrri skáldlegii
litauðgi. Þar standa fremst kvæðin Þér skáld og Þér
konur. Skáldið vinnur hér greinilega í nýjum jarðvegi,.
og kvæðin hljóta að vekja hjá manni þá ósk, að
honum hefði unnist tími til að rækta þennan nýja akur
sinn betur, færa hann út, sá og uppskera af honum
margvíslegri gróður. Þessi kvæði eru gagnsýrð af
reykelsi, helgisiðum og biblíukendri sinnlichkeit. En
þau urðu að eins tilhlaup. Búskaparsýsl og hagsmuna-
barátta hlóðu tíma hans of mjög önnum til þess, að
honum gæfist næði að gera sér akkur úr þeim verð-