Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 21
IÐINN
Stefán frá Hvítadal.
15-
niætum, sem hiö skáldlega í kaþólskunni hefði getað'
veitt honum, og ljá því form í stærri listaverkum..
Aftur á móti orti hann mörg smákvæði um árstíðirnar,
einkum haust og vor, en það var fátt í þeim nýtt og
sízt betra en það, sem hann hafði áður gert í þeim
efnum, en þó felst mismunurinn þar einkum í upptöku
bragarhátta, sem hann hafði ekki virt viðlits áður, —
afturhvarf til hagyrðinganna (barnaleg uppröðun rím-
orða, hringhendur o. þ. h.). Petta er einn vottur þess,.
hve hann hefir ýmsum stundum fundið sig samgróinn
sveitinni. Vitanlega var öðrum eins bragsnillingi og
Stefáni léttur leikur að yrkja eins og beztu hagyrðingar,
en þar lagðist of lítið fyrir kappann, — á því sviði var
slíkum manni of auðvelt að standa í ljóma. En heim-
hvarf hans til hins alþýðlega, þjóðlega, metnaðarlausa,
er fullkomnað í þessari erindislausu átthagalist, — það
or að eins maður, sem lætur sér nægja að vera beztur
hagyrðingur sinnar sveitar.
Hér var, eins og fyrri daginn, mikil snildargáfa ofur-
sold afleiðingum þröngra kjara, íslenzkri fátækt hafði
er>n tekist að kippa vextinum úr íslenzkum ,anda,,
draga hann niður á svið, sem honum var ósamboðið,.
°g ræna um leið íslenzkar bókmentir ómetanlegum
Verðmætum.
Ekki sízt vegna þess, hve skáldgáfa Stefáns er stór-
brotin og rík á möguleika, er auðvelt að benda á tak-
markanir hans. Framandi kraflar hindruðu hann frá að
ná þeim mikilleik, sem fólst eins og grunur í manninum
sjálfum og í ljóðum hans. En það er vitanlega ófrjó
sýsla að festa hugann við takmarkanir hans, enda hefi
í þessu lauslega yfirliti talið mér skyldara að benda.
cl hið gagnstæða. 1 Stefáni frá Hvítadal bjó mikið skáld,
bæði um það, er gáfur snerti og vinnubrögð. Meðferð