Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 22
16
Útlagi.
IÐUNN
’hans á íslenzkri tungu er auðug að göfgi, fegurð og
hreinleik í 'gleði og sorg, mál hans er, frá fyrstu kvæð-
um hans til hinna síðustu, yljað af „upprunans heilögu
glóð“. Þegar bezt lætur, minna ljóð hans á skíran málm
•eða tæran kristall. En jiað má segja um Stefán ekki
ósvipaö og dr. Helgi Pjeturss hefir sagt um Þorstein
Erlingsson, að jiað var ekki hans sök, jiótt honum dapr-
aðist flugið, — Iiað voru íslenzk örlög, sem ollu því,
<eða réttara sagt, íslenzk örbirgð.
P. t. Khöfn, 15. febr. 1934.
Halldór Kiljan Laxness.
Útlagi á skeri, sjá, hve brimið brotnar
og holskeflurnar hvaðanæva risa.
Kolsvartir drangar æpa hver á annan,
og yfir öllu grúfir grábleik nóttin.
Útlagi á skeri, hygg að hafsins nauðum,
að mætti jieim, er jiráir eigin ógnir.
Skelfingin hlær úr skuggum hverrar gátu,
en ráðning hver er regindýpra myrkur.
Útlagi, sker jiitt hverfur senn og sökkur,
og sjálfur pú ert tár í brimsins gjósti
— tár, sem að speglar að eins eigin smæðir.
Öldurnar brotna. Hafið niðar — niðar.
Iiögnualdur Þórdarson.