Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 23
iðlnn
Framvindan og sagan.
Nl.
En eitt sjónarmiðið í þessum efnum hefir þó verið
■ýnisum merkum islendingum tamara en öll önnur til
samans. Þeirrar sannfæringar kennir mjög víða í ís-
lenzkum ritum, að aðalástæðan til þess, er vel hefir
tekist í íslenzkri sögu, hafi verið sú staðreynd, að ís-
iendingar hafi verið flestuin mönnum betur ættaðir.
Menn hafa bent á, að á Islandi hafi blandast tvær merk-
ar kynkvíslir — norræn og keltnesk — og sú blöndun
hafi reynst einkar farsæl. Raunar kemur mönnum ekki
saman um, hve stór eða mikilvægur hinn keltneski arfur
hafi verið, en urn hitt kemur mörgum saman, að til ætt-
'ernisins sé að rekja þá kosti og þau einkenni, sem séu
hróður íslenzkrar sögu. Þessir rnenn hallast að lqjti-
þátta-shýrimjunni á sögunni.
Þessi skýring er allra skýringa elzt. En aðaJvand-
hvæði hennar hafa verið, að menn hafa átt örðugt með
að koma sér saman um, hver kynkvíslin væri ágætust.
Allir kannast við þjóð, sem svo hefir fundið til síns
cigin ágætis, að engin eymd eða niðurlæging hefir get-
•að fengið hana ofan af því, að hún væri útvaíin þjóð
Erottins. En Gyðingar hafa fengið allmarga keppinauta
til þeirrar tignar á síðari tímum.
En þó er það ekki fyr en um miðja síðustu öld, sem
verulega kernur skriður á umræður um þessi efni. Go-
bineau, frakkneskur greifi, skrifaði bók, sem hann
nefndi „öjöfnuður kynkvíslanna". I riti þessu gerði höf-
undurinn grein fyrir þeirri sannfæringu sinni, að alt,
sem mannvit hafi göfugt skapað — vísindi, listir, sið-
löunn XVIII 2