Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 24
18
Framvindan og sagan.
iði;nm
menning — mætti rekja til einnar frumlindar: hins tev-
tónska kynþáttar. Hann hélt pví fram, aö þessi kynkvísl
mundi eiga sér annan uppruna frá öndveröu heldur en.
aðrir menn, og aö ýmsir þættir hennar heföu á ýmsum:
tímum drottnaö yfir sérhverri menningu, er fram hefði
komið í veröldinni. í hans augum var ætterni lykillinn
aö skýringum sögunnar.
Eins og geta má nærri, féll þessi kenning ekki í ófrjó-
an jarðveg hjá höfuðþjóðum þessarar ættkvíslar, Eng-
lendingum og Þjóðverjum. Einkum hafa þó hinir síðar-
nefndu Iátið sér ant urn hana. Þó var það Englendingur,.
Chamberlain, sem ritaði þessi orð: „Hin sanna saga
hefst á þeirri stundu, er Þjóðverjar gripu arf fornald-
arinnar í steria arma sína.“ Óvildarmenn Chamberlains
hafa sagt um hann, að ekki hafi annars þurft við, en:
að maöur sýndi einhverja snilligáfu til þess að Chamb-
erlain vissi jafnskjótt, að tevtónskt blóð rynni í æðum
hans. Hann benti á, hve andlitið á Dante minti á Þjóð-
verja, hve orðalagið í bréfi Páls til Galatamanna væri
þýzkulegt, og þótt hann vildi ekki fullyrða, að Kristur
hefði verið Þjóðverji, þá gátu þó allir nema fáráðlingar
séð, að hann var ekki Gyðingur!
Þetta er vitanlega ekki annað en dálítið hjákátleg út-
hverfa á þessari söguskýringu, sem vissulega hefir mjög;
margt til sins máls. En vafalaust er það rétt, sem Du-
rant bendir á, að mjög hafi það létt undir fylgi hennar,.
að ýmsar tegundir vísindaiðkana virtust benda i nokk-
uð hliðstæða átt, er fyrst var tekið að sinna henni
verulega. Ýmsir mannfræðingar voru einmitt þá að
leitast við að sanna, að snilligáfur alls konar gengju
í erfðir, líffræðingarnir voru að komast á þá skoðun,.
að egg og fóstur væri svo vandlega varið í móðurlífi,,
að hvorugt gæti orðið fyrir áhrifum utan að, og mál-