Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 25
IfJl'NN
Framvindan og sagan.
19.
fræðingarnir skýrðu grundvallarfyrirbæri fræðigreinar
sinnar með hugmyndinni um hina sterku „Aryana-kyn-
kvísl“. Sterkum stoðum úr margvíslegum efnivið mátti
renna undir söguskýringuna.
Þótt margt og mikið hafi verið um petta ritað, þá er
þó sennilegt, að önnur bók hafi ekki vakið meiri eftir-
tekt í þessu sambandi en „The Passing of the Great
Hace“ eftir Madison Grant. Að minsta kosti á þetta við
um hinn enskumælandi heim. Grant talar ekki um ,,tev-
tónska" kynkvísl, er undin sé úr mörgurn þáttum, held-
ur dvelur hann eingöngu við „norrænan" kynþátt, sem
glögglega megi kenna hjá flestum Norðurlandamönnum,
Þjóðverjurr, sem ættaðir eru úr Eystrasaltslöndum, og
Bandaríkjamönnum og Englendingum þeim, sem séu af
engil-saxneshum uppruna. En annars eru norrænir menn
jafn-gamlir sögunni. Þeir ruddust inn í Indland, töluðu
sanskrit og komu á stéttaskiftingunni („caste") til þess
að fyrirbyggja hjúskaparblöndun. Var það ekki gert í
Því skyni fyrst og fremst að vernda efnaleg hlunnindi
ættbálksins, heldur til þess að spilla ekki blóði þessara
hvitu manna. Ráðstöfunin var líffræðisleg.
Næst verður norrænna manna vart, er þeir ryðjast yf-
ir Kákasus inn í Persland. Pá feggja þeir undir sig
Utlu-Asíu og Grikkland, og heita nú Akkear, Frygiu-
menn og Dorianar. En sem Umbrar og Oskanar velta
þeir yfir ltalíu. En hvar sem þeir fara, eru þeir her-
menn, víkingar, stjórnarar, skipulagsmenn, ólíkir öðrum
Norðurálfumönnum — hinum hæglátu „Alpamönnum"
°g áköfu, óáreiðanlegu og lötu „Miðjarðarhafsmönn-
um“. A Italíu verður mismunurinn greinilegur. Suður-
italir eru flestir af „Miðjarðarhafsmanna“-kyni, þræla-
mttar úr öllum áttum, sem Rómverjar hafa tekið til
þess að láta þá vinna á lendum sínum. Norður-ltalir eru