Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 27
IÐUNN
Framvindan og sagan.
2t
enn meö völd. Róm tóku þeir; fyrstu hertogarnir miklu
á endurfæðingartímabilinu voru þessarar ættar. Frank-
arnir voru norrænir Tevtónar, og af þeim dregur Frakk-
land nafn sitt. Riddaramenska, lénsskipun, stéttaskipun,.
hugtökin um sæmd og heiöur, alt er þetta frá þeim
runnið. Normannamir hafa ráðið lögum á Englandi
fram á vora daga, og Væringjar ríktu á Rússlandi, þar
til byltingin varð þar 1917. „Þeir gerðust nýlendumenn í
Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi, — þeir sömu, sem
luku Indlandi og Kína upp fyrir verzlun Evrópu og
settu varðmenn í hverja meiri háttar höfn í Asíu. Pað
eru þessir menn, sem klifa hæstu fjöll, nota Alpafjöllin
fyrir leikvöll og fara gagnslausar ferðir til Norður-
pólsins."
En sögu Grants er enn ekki lokið. Pessi reginsterkí
bálkur er nú að láta undan síga og líður smátt og smátt
undir lok. Á Frakklandi mistu þeir fótfestuna 1789.
Stjórnarbyltingin var uppreist „Alpamannanna" frönsku
gegn norrænu höfðingjunum, sem drottnað liöfðu yfir
Þeimi í þúsund ár. En annars hefir fylkingin verið að
þynnast í ófriði öldum saman. Norrænan hefir tapað
mest í þrjátíu ára stríðinu, Napóleons-styröldunum
og ófriðnum mikla. 1 Rússlandi hefir hún verið keyrð
undir af barbörum, sem Mongóli og Gyðingur hafa veitt
forystu. En mest munar þó um það, að norrænir menn
auka nú hvergi kyn sitt að sama skapi og hinir óveg-
legri mannflokkar. Með sama áframhaldi hafa norrænir
u>enn með öllu mist yfirráð í öllum löndum árið 2000.
Og með þeim hverfur menning Norðurálfu og Ameríku
5 flóði barbaranna frá undirdjúpum þjóðfélaganna.
Hér er því miður of lítið tækifæri til þess að gera
grein fyrir þeim andmælum, sem þessi kenning hefir
sætt. Því eins og geta má nærri, þá hefir þessu ekki