Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 31
IÐl.NN
Framvindan og sagan.
25»
Þeim mönnum, sem segja, að á æfi pessarar kynslóðar
hafi aldrei verið gripið til vopna nema út af auðlind-
um, löndum og verzlunarsviðum. Trójuborgarstríðið var
ekki háð út af fagurri konu, heldur var Grikkjum ant
um að reka Fönikíumenn og bandamenn þeirra úr borg,.
sem réði yfir sjávarleiðinni til Asíu. Flotinn, sem Þem-
istókles kom á fót, varð undirstaða verzlunarvald^.
Grikkja, og hin fögru musteri og listaverk Apenu voru
höggin fyrir það fé, sem aflast hafði með verzlun og
ránum. Lista-aldir koma oftast á eftir mikilli auðsöfnun.
En Apenuborgarmönnum hafði orðið sú yfirsjón á, að
Þeir gættu ekki ræktunar í heimahögum, en fluttu alla
fæðu að. Þegar Spartverjar teptu aðflutningana, varð.
hungursneyð í borginni, hún gafst upp og náði sér
aldrei aftur.
Grísk saga er á ýmsa aðra lund gott dærni um áhrif
atvinnuháttanna á menninguna í heild sinni. Vinnuna
höfðu prælar einir á hendi, og fyrir pá sök er grísk
saga gersnauð af iðnaðar-uppfinningum eða endurbót-
á vinnuaðferðum. Þá hefir og verið bent á einangr-
un konunnar á heimilunum. Konan átti engan kost þess
að ná nokkrum andlegum þroska, en það olli pví, að
ástalíf fékk ekki notið sín á eðlilegan hátt. Listhneigðir
°g gáfaðir menn drógust að yngispiltum og urðu kyn-
villingar, og gætir þeirrar tilhneigingar mikið í lista-
vcrkunum. Yfirleitt ákveða vinnu- og framleiðslu-að-
ferðir svip hins félagslega, pólitíska og andlega lífs,,
að dómi pessara manna. Einstaklingurinn heldur, að.
hugsanirnar séu að öllu leyti sprottnar upp í hans.
eigin heila, hann sé sjálfur höfundur lífsskoðunar sinn-
ar, trúar og siðferðishugmynda, pólitískt fylgi sé sprott-
af tilhneigingum hans og vitsmunum, og listasmekk-
ar hans sé óháður öllu nema upplagi hans .sjálfs, em