Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 34
28
Framvindan og sagan.
iðunn:
að hafi hin víðtækustu áhrif á menningarsöguna, en.
eðli hennar verði ekki heimfært undir neina af þeim.
söguskýringum, sem enn hafa verið taldar. Hefir þegar
verið drepið á þetta efni hér að framan í öðru sam-
bandi. Pað er tilhneigingin til þess að takmarka barn-
eignir af ásettu ráði. En eins og nú horfir, pá gætir
pessarar tilhneigingar mest í þeim löndum, þar sem
iðnaðarmenningin er lengst komin, og það er sama sem
að segja í löndum mótmælenda. Katólska kirkjan spyrn-
ir á móti þessu af alefli, og áhrif hennar eru enn svo
mikil, að svo virðist, sem henni sé að öðru leyti óhætt
að sitja auðum höndum, þar til meiri hluti hvítra
manna gengur henni aftur á hönd. En fari svo, þá
eru líkindi fyrir því, að menningin taki alt aðra stefna
en hún hefir virzt sigla undanfarna mannsaldra.
En þó þetta virðist í fljótu bragði vera næsta óháð>
þeim skýringum, sem t. d. hagfræðis-skýrendur hallast
að, þá telja þeir sig ekki í neinum vanda stadda með’
slík mótmæli, sem þessu eru skyld. Peir halda því
fram, að vísvitandi takmörkun barneigna sé því nær
bein afleiðing af hagfræðilegum ástæðum. Slíkum tak-
mörkunum heita þeir, sem yfirleitt eru betur e'fnum
búnir en almúginn. Pær eru afleiðingar af nýju lífs-
viðhorfi, sem fylgir efnunum. Þær eru enn fremur af-
leiðingar þeirrar menningar, sem fylgir borgarlífi. 1
sveitum er þessum takmörkunarráðstöfunum aðallega
beitt þar, sem lög og venjur gera ráð fyrir, að eignunum
sé skift jafnt á milli barna að foreldrum látnum (þ. e-
þar, sem elzti sonur nýtur ekki sérhlunninda). En alt
eru þetta hagfræðis-ástæður.
önnur mótmælarök, sem hagfræðis-skýrendur telja
sig eiga tiltölulega hægt með að hrinda af höndum sér,.
eru þau, sem tengd eru við atburði eins og t. d. þræla-