Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 38
32
Framvindan og sagan.
IÐUNN
'ljósmæður, þeir hjálpa tímanum til þess að fæða það,
:sem hann ber þegar undir belti sér.
En enda þótt þessi takmörkun á áhrifum snillinganna
sé tekin til greina, þá verður samt svo mikið eftir,
• að erfitt verður t. d. fyrir landfræðis- eða hagfræðis-
skýringuna að þurka það út. Mörgum virðast svo aug-
ijós áhrifin, sem af því stafa, að menn likja eftir þeim,
sem á undan er genginn og farið hefir leiðir, sem
farsælar virðast. Breytingarnar verða fyrir samsöfnuð
áhrif einstakra manna, og mörgum virðist sem múg-
urinn mundi alls ekki hreyfast — þrátt fyrir allan
þrýsting landfræðislegra eða hagfræðislegra afla —
•ef þessara sérstöku manna hefði ekki gætt. Menn eiga
■örðugt með að hugsa sér Bismarcks-tímann án Bis-
marcks eða Frakkland um aldamótin 1800 án Napóleons.
Vart er hugsanlegt, að nokkur annar en svona stór-
feldur persónuleiki hefði gstað kveikt svo í úttaug-
aðri þjóð, sem Frakkar voru þá. Ýmsir verða til þess
að benda á, að þótt landfræðisleg skilyrði, kynþátt-
ar-upplag og hagfræðislegar ástæður séu ákveðnar,
þá þurfi þó einhver óvenjulegur niaður að verða til
þess að taka af skarið, leysa stífluna, sem heldur aftur
af breytingunum. Smámennið gerir það ekki, því að
honum hugkvæmist aldrei þörfin á neinni breytingu.
Mikilmennið finnur hvar skórinn kreppir að, hann
hngsar, og með hugsuninni er komið úrslitaskilyrðið
fyrir því, að breyting nái fram að ganga. Mikilmennið
sér ef til vill ekki sjálfur breytinguna, en aðrir menn,
sem að einhverju leyti eru skörungar, þótt þeir séu
honum ef til vill ekki jafn-snjallir, likja eftir honum.
Síðan taka fleiri við og skriðurinn kemst á. Sumir tala
á þá leið, að eftirlíkingin sé í raun og veru aðalþátt-
■urinn í mannkynssögunni. 1 henni sé fólgin aðferð