Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 42
IÐUNN
Reiersen á „Suðurstjörnunni“.
— Knut Hamsun. —
I.
Það skríður inn voginn gömul, tjörumáluð saltfisk-
dugga með ofurlitla gaflkænu í togi. Duggan heitir
„Suðurstjarnan", og skipstjórinn heitir Reiersen. Þau
eru gamalkunn í Voginum bæði duggan og skipstjórinn,
þau hafa verið hér áður árum saman og purkað- fisk,
saltfisk handa Spánverjanum, bacalaos.
Það var enga mannaferð að sjá um holtin parna í
kring, bara inst innj í voginum, par sem naustin stóðu,
voru nokkur smábörn að leik. Öðru vísi var pað hér
áður, fyrir hér um bil tuttugu árum, pegar „Suður-
stjarnan" varpaði akkerum í fyrsta skifti hérna fram
undan stakkstæðunum; pá stóð giápandi kvenfólk og
börn á hverju leiti, og einn sjóarinn af öðruni reri út
að „Suðurstjömunni“ til pess að bjóða hana velkomna
og spyrja tíðinda.
Þeir eru fjórir á piljum, en Reiersen stendur sjálfur
við stýrið, pað gerir hann æfinlega pegar eitthvað er
um að vera. Eins og í gamla daga stýrir hann litlu fisk-
duggunni sinni með hátíðlegri alvöru, rétt eins og hún
væri stóreflis eimskip. Hann er grár á hár og skegg, en
sú var tiðin, að bæði hárið og skeggið var svart, og
pað eru um tuttugu ár síðan, á fyrstu ferðum hans í
Salten, meðan hann var ungur. Treyjan hans er slitin
og bætt, Reiersen skipstjóri má muna sinn fifil fegri;