Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 44
38
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
IÐUNN
strákarnir í Voginum drógu sig í hlé orðalaust, þegar
hann var á öðru leitinu. Hann var þeim ofjarl í hví-
vetna, en þeir kreptu ekki hnefana fyrir þá sök; þéic
læddust heldur út fyrir vegg og tárfeldu.
Nú átti Reiersen konu og fimm börn í Ofoten.
II.
Og gljár liggur sjórinn og nóttin kemur, og enn þá
situr Reiersen skipstjóri og minnist liðinna daga. Allar
þær stúlkur, sem hann hafði komist í kynni við! Þær
álitlegustu um allan Voginn! Fyrsta árið var það eink-
um svarthærð og dökkeyg stúlka, sem honum leizt á.
Með þessari stelpu, sem varla var fermd, sást hann
jafnvel á ólíklegustu tímum sólarhringsins, að nóttu
til eða árla morguns, þegar fólk sízt af öllu gat grun-
að, að þau væru saman. Svo undir lokin var alt upp í
loft; Reiersen var hættur að danza við hana, en hélt )
sig að holdugri sjóara-stelpu frá Út-Voginum. Hún
hafði djúpa spékoppa og hvítar tennur, og hún hét
Elin Helena.
Já, hún Elin Helena, það var nú stúlka i lagi.
Það stóð í eitt ár. Það var annars ekki vant að
standa í heilt ár, þegar Reiersen var annars vegar, og
því sagði almannarómurinn, að nú væri hann genginn í
gildruna. Reiersen genginn í gildruna! Það var hlægi-
legt, fólkið þekti ekki Reiersen. En honum tókst að
minsta kosti að ger-ónýta trúlofun Elinar Helenu og
smiðsins í Voginum, og það gekk svo langt, að hann í
allra áheyrn kallaði hana elskuna sína.
En árið eftir kom Reiersen í verið með káetuna
fulla af búðarvarningi, af hveiti og kaffi, ullartreflum
og léreftuin og alls konar krami, alt upp í stásshringa
og kostulega belgvetlinga úr kanava-garni. Hann myndi