Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 48
42
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
IÐUNN
skildingum meira en hann bauð. Hvers konar nýmóðins
uppátæki var nú það? Pví miður, menn báru ekki
lengur tilhlýðilega virðingu fyrir Reiersen á „Suður-
stjörnunni". Timarnir höfðu breyzt, ár frá ári, hinir
gullhneptu yfirmenn á póstskipunum höfðu skotið hon-
um ref fyrir rass.
Hann skenkti gestunum staup af kornbrennivíni og
gaf þeim hagldabrauð. Peir þökkuðu og drukku. Hann
kleip stúlkurnar í síðuna, þær sneru hann af sér og
flissuðu að honum, þær gægðust frekt inn um há-
.gluggann og gerðu sig heimakomnar. Hvernig var það,
var hann búinn að hugsa sig um, ætlaði hann að
.borga þessa sex skildinga í viðbót?
Þá er skipstjórinn stórlega móðgaður, og nú tekur
Ihann af skarið. Hann gengur aftur á, hann ætiar að
standa við stýrið, þar á hann heima, hér er það hann,
sem skipar fyrir. Það verður að vera eins og í gamla
daga, alveg eins og í gamla daga. Góðir hálsar, viljið
þið fá þvottinn? Sjóararnir urðu hissa, en svöruðu
já. Gott og vel! sagði Reiersen, svo og svo mikið á
sneisið, að með bátinn, byrjið að telja! Og svo ekki
meira um það.
En það varð ekki eins og í gamla daga. Sjóararnir
tóku lika af skarið og stigu í bátana. Þegar þeir
ýttu frá og tóku að róá heim á leið, var það skip-
stjórinn, sem varð að láta í minni pokann og ganga að
kröfum þeirra.
— Ég borga ykkur þessa sex skildinga, en annars
megið þið fara til fjandans.
Bátarnir lögðu að aftur, lestarhlerarnir á „Suður-
stjörnunni" voru teknir upp, og fiskinum, rennandi af
saltlegi, kastað upp á þiljur. Það tók fleiri dægur, bara
með stuttum matarhléum og svefnhvíldum. Stakkstæðin