Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 49
IÐUNN
Reiersen á ,,Suðurstjörnunni“.
43
moruðu af fólki, sumir pvoðu, aðrir báru fisk á börum
úr tunnustöfúm, og enn aðrir breiddu hann áhellurnar
til þurks í sólskininu. Smám saman tæmdist duggan
og hóf sig á hafinu, að' lokum lá hún þarna með bera
bumbuna og kjalsogið eitt neðan sjávar. „Suðurstjarn-
an“ var ræstuð og skoluð, nú var hún tóm.
Reiersen skipstjóri átti nú náðuga daga. Háseta sina
setti hann í að skafa og mála dugguna hátt og lágt,
sjálfur var hann í landi, dandalaðist um stakkstæðin
með hendur í vösum og glettist við stúlkurnar. En að
Pálínu gaf hann sig ekki, hún var nú Iíka nær fertugu
og talaði ekki meira en nauðsynlegt var, en það kom'
af guðhræðslu hennar. En litist henni framferði Reier-
sens of léttúðugt, sendi hún honum þögla áminningu
með þessu eina auga, sem hún átti eftir. Svona leið
vika eftir viku, Reiersen varð ekkert ágengt hjá neinni,
aldurinn hafði dæmt hann, strákarnir úr Voginum fóru
allra sinna ferða fyrir honum. Uss! sögðu stúlkurnar,
þegar hann var að flangsast utan í þær. Og þetta Uss
þýddh Láttu mig vera!
En Reiersen býr yfir stórræðum. Ellin mæddi hann
ekki, og hann vissi með sjálfum Sér, að hann var enn
hinn sami dugandi Reiersen eins og forðum daga. Hann
hafði siglt „Suðurstjörnunni" að mörgurn ströndum og
aldrei Iaskað hana, hann hafði keypt fisk og þurkað
fisk, gert upp reikninga eins langa og skipshliðin, fært
skipsdagbók sína með stakri kostgæfni, og fjárinn gat
botnað í því, en honum var ekki lengur sýnd tilhlýði-
leg virðing. Pvoðu káetuna! sagði hann við matsvein-
inn. Því nú bjó hann yfir stórræðum. Reiersen fer í
land og kunngerir, að hann þurfi að fá tvær stúlkur um
borð til að sauma, meðal annars til að bæta fána „Suð-
urstjörnunnar".