Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 52
46
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
IÐUNN
voru hlaðnir fiski, alveg upp á borðstokka, og snögg-
klæddir menn reru þeim út að „Suðurstjörnunni“.
Nú var það gömul venja, að fjórar stúlkur önnuðust
„plattinguna“. Hverjar myndu verða til þess í ár?
Allar færðust undan. Þetta mál heyrði nánast undir
verkstjórann við þurkunina, hann Indriða úr Pollinum,
og skipstjórinn lét það ekki til sín taka; en honum
gramdist pessi nýi vottur virðingarleysis, og hann beit
á vörina í ergelsi. Pálína var aftur miskunnsöm og
bauðst til að „platta", ef hún fengi þrjár aðrar með sér.
Reiersen snerist á hæli og skundaði um borð.
Hann staulaðist niður í káetu og fór að gæða sér á
brennivínsflösku einn síns liðs. Hvað annað átti hann
að taka til bragðs eins og sakirnar stóðu? Hlutverki
hans var lokið. Nú jæja. Þetta skyldi líka verða síðasta
árið, sem hann sigldi „Suðurstjörnunni" inn í þenna af-
krók, það mátti þurka fisk víðar, en hér. Hann of gam-
all? Það skyldi hann nú sýna þeim, og það á þessum
sama degi. Skál!
Hann drakk. Hann skálaði við sjálfan sig og stramm-
aði sig upp. Eftir svo senr hálftíma var hann kominn í
þá stemningu, að hann hefði ósmeykur getað boðið
byrginn hvaða gullhneptum póstskipstjóra sem vera
skyldi. Hann heyrir fótatak á þiljum uppi, hann stingur
út úr einu staupi til og þrammar upp úr káetunni.
Var farið að „platta“ í lestinni? Hann gægist niður,
fjórar stúlkur eru þar að verki; Indriði úr Pollinum
hafði loks tekið til sinna ráða og rekið þær um borð
með valdi. Ágætt! En nú ætlaði Reiersen skipstjóri
að grípa inn: í rás viðburðanna, varið ykkur nú, hann
hefir nokkuð á bak við eyrað! Hann heyrir málæði
stúlknanna og hlátra bergmála í skipsskrokknum, og