Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 54
■48 Reiersen á „Suðurstjörnunni". iðunn
%
Það bærðist eitthvað í brjósti hinnar rosknu meyjar,
:hún leit niður fyrir sig og spurði:
— Hvenær farið þér?
— Þegar fiskurinn er kominn um borð, svaraði hann.
Aðra nótt — eða þá hina.
Hún settist aftur.
— Guð fylgi yður, sagði hún eins og við sjálfa sig.
— Svo skálum við upp á það, svaraði hann. Fyrir alla
muni mátti ekki verða guðsorð úr þessu eins og sein-
ast. Hann hleypti í sig kjarki og spurði:
— Jæja, Pálína, hvenær ætlarðu að gifta þig?
Hún leit á hann með þykkjusvip og sagði:
— Eruð þér að skopast að mér?
— Ég að skopast að þér? spurði hann á móti. Hvern-
ig þá?
— Haidið þér að ég geti gifzt, ég sem er eineygð?
Reiersen blés:
— Þvi ekki það? Þetta eru bara smámunir.
Hún var honum þakklát í hjarta sínu fyrir þessi orð,
•og hún var honum innilega samþykk. Hún hafði nú
mist þetta auga, en hún var jafn-góð fyrirþví, hún hafði
orðið fyrir óhappi, það var barn, sem stakk úr henni
augað með bandprjóni. Svo höfðu árin liðið og guð
verið hennar einasta athvarf. Hún grét stundum út af
þessu auga. En hún var stæðilegur kvemnaður og hraust
til heilsu, þessi gæði höfðu ekki enn verið frá henni
tekin.
Reiersen skenkir í staupin. Hann hallar sér upp að
henni og vill ekki heyra það, að hún megi ekki drekka
meira. Þetta var í síðasta sinn, sem hann lá hér í
Voginum, hún var eina mannveran, sem hafði sýnt
honum traust, hann ætlaði að muna henni það. Þau
komust bæði við undir þessari samræðu, Reiersen tók