Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 55
IÐUNN
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
49
um hönd meyjarinnar; hún sat þarna, sterk og péttholda
eins og stóðhryssa. Alt í einu, tekur hann yfir um hana
og segir:
— Manstu í naustinu forðum? Nóttina góðu fyrir
tuttugu árum?
— Já, svarar hún undur-lágt. Hún sýnir engan mót-
þróa, hann heldur enn utan um hana. Ég hef munað
yður alla tíð síðan, guð fyrirgefi mér synd mína, segir
hún. »
Nú vildi hann láta til skarar skríða; á þessum degi
;skyldi þaö reynt til þrautar, hvort hann væri afdank-
aður núllíus eða ekki.
— Hvað viljið Jiér? spurði hún undrandi. Eruö Jrér
orðinn vitlaus? Giftur maðurinn! En Jjegar ávítur henn-
ar koma að engu haldi, rekur hún gildan hnefann í and-
lit honum; hann riðar 'við höggið og rambar upp að'
gulmáluðu Jnlinu. — Ef mig hefði grunað að það væri
svona lagað, Jiá heföi ég víst ekki stigið mínum fæti
hér inn, segir hún og er reið. Skárra er Jjað nú; giftur
maðurinn!
Hún snarast út um dyrnar, upp stigann og niður í
lestina til vinnu sinnar. Draumur hennar um Reiersen er
brostinn, aldrei framar skyldi hann koma henni í hug,
aldrei oftar skyldi hún rifja upp fyrir sér minninguna
um svarthærðan koll lians frá æskudögunum, úr Jjví
hann var svona. Hann bar enga virðingu fyrir sjálfum
sér né heldur guðs boði. I naustinu fyrir tuttugu árum!
Eins og I)að væri ekki alt annað? Þá var hvorugt peirra
gift, og engin boðorð að brjóta.
En Reiersen var frá Jmssari stundu afdankaður fyrir
alvöru. Ekki einu sinni Jressi eineygða skrukka um
fertugt vildi vera honum til geðs, honum, sem einu sinni
Iðunn XVIII
4