Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 57
IÐUNN
Mannúðin i Vesturheimi.
Svo bar við í júnímánuði 1932, að unglingur einn frá
New Jersey, Arthur Maillefert, er sat í fangelsinu Sun-
beam Prison Camp í Florida, pótti hafa unnið til sér-
stakrar refsingar. Refsingin var pessi: Hann var flettur
klæðum og rekinn gegnum þrönga botnlausa tunnu, en
út úr stóð að eins höfuð og fætur. Loks var hann
bundinn með leðurböndum við þungar hnyðjur, alt
fjötrað saman, maðurinn, lunnan og hnyðjurnar.
Pegar kvöldaði, settust að honum eiturflugur úr
mýrunum í grend við fangelsið. Varð hann þá viti sínu
fjær af þjáningu, nagaði af sér fjötrana, brauzt úr tunn-
unni og flýði til skógar. Voru þá sendir út sporhundar,
og komust þeir fljótt á slóð hans og fundu hann. Var
hann þá fluttur heim og barinn miskunnarlaust með
gummíslöngu af heljannenni. Loks þegar böðullinn
var uppgefinn að berja fangann, var hann tekinn af
varðmönnunum og settur inn í „svitakistuna" og bund-
inn þar með þungum hlekkjum brugðnum um háls
honum.
Svitakista nefnist eitt hið grimmilegasta kvalatæki
fangelsanna í Vesturhehni. Hún er eins konar líkkista
úr tré eða tini, reist upp á endann. Loftrás er um eitt
gat á stærð við fimmeyring, en önnur þægindi eru þar
ekki. Inni í þessari kistu er maðurinn bakaður við
brennandi geisla suðrænnar sólar, og þykir sú vistar-
vera ganga helvíti næst.
Næsta morgun var klefinn oþnaður, og þá var mað-
urinn liðið lík, standandi, með fjöturinn um hálsinn.