Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 60
54
Mannúðin í Vesturheimi.
IÐUNN
til greina í öllu, sem að fangelsum lýtur, telur 1 600 000
menn dæmda til refsingar í þess háttar fangelsum, að
eins á fyrra helmingi ársins 1930. Pau störf, sem pessir
fangar leysa af hendi, eru eigi að eins vegagerðir og
brúargerðir, heldur einnig verksmiðjuvinna af ýmsu tagi,
'svo sem húsgagnasmíði og klæðagerð. I Massachusetts
vinna til dæmis fangar úr 8 fangelsum og betrunar-
húsum af ýmsu tagi við stólasmíði, skósmíði og skyrtu-
gerð, og pótt aldrei hafi verið gerð tilraun til f>ess að
meta til verðs varning'þann, sem unninn er í fangelsum
einstakra héraða og borga, þá er það eitt víst, að verð-
mæti hans nemur tugum milljóna dollara.
Mörgum óheiðarlegum brögðum er beitt til þess að
koma í verð þessum óhemju kynstrum af ófrjálsra
manna vinnu. Það hefir ósvífnin gengið lengst, að upp
hafa komið viðskiftafélög, heildverzlanir og stórverzl-
anir og selt kynstrin öll af skóm, eldavélum, húsgögn-
um, húsbúnaði og klæðnaði — alt unnið af föngum og
alt selt undir fölskum merkjum. Árið 1927 var nefndin
Federal Trade Commission til neydd að rannsaka þetta.
Eitt af því, sem þá var birt, var atriði það, sem skýrt
var frá hér að framan og auðfélagið Commonwelth Mfg.
Co. í Chicago var við riðið. Öll húsakynni félags þessa
til iðnreksturs voru ein stofa með 35 fermetra gólffleti
og einu borði innanstokks. Eigi að síður auglýsti félag
þetta um allan Vesturheim föt og skó — alt var þetta
fangavinna, en alt var auglýst sem eigin vinna félags
þessa.
Slyngustu sölumenn þessa varnings hafa þó fundið
enn betri ráð en þau að kenna vörur þessar við fé-
lög þau, er selja þær. Föðurlandsást og þjóðarmetnaður
kemur þá í góðai þarfir. Varningur, semt unninn er af
hlekkjaföngum við takmarkalausa þrælkun og þjáningar