Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 63
IÐUNN
Mannúðin í Vesturheimi.
57
fangi nokkur hafði lifað 35 daga við vatn og brauð og
var að pví loknu rekinn til vinnu á kartöfluekru. Hafði
hann þá ekki þrek til að grafa og dró sig í skugga.
Varðmaðurinn sá þetta og réðst á hann með barefli,
sem risti á höfuð hans svöðusár. Svo mætti lengi telja.
Engum er þyrmt, og öllum er refsað miskunnarlaust, án
minsta tillits til aldurs eða kynferðis. Charles W. Tobey,.
stjórnarforseti í New Hampshire, skýrði frá því í
júlímánuði 1930, að ungar stúlkur í sjálfum Iðnskóla
Rikisins — The State Industrial School at Manchester
— fengju, þegar ástæða þætti til, þá „heilsubót“ að'
vera barðar 100 högg hver og ein á beran líkamann.
Þar var einnig sá siður, að loka stúlkur inni í skápum,
fóðruðum gaddavír.
Nú mætti ætla, að jafnhliða þeim grimmu refsingum,.
sem lagðar eru á þá fanga, sem ekki skila ætlunarverki,,
sé einhver umbun eða jafnvel eitthvert kaup fyrir mikil
afköst, en svo er ekki. Tíu ríki gjalda föngum alls ekki
kaup, hversu sem þeir þræla, en nokkur gjalda lítils
háttar þóknun fyrir þá vinnu, sem kemst fram úr fylsta
dagsverki. önnur ríki gjalda að vísu örlítið kaup, en þó
svo lítið, að í tveim ríkjum af hverjum þrem er þetta
kaup minna en 25 cent á dag og víðast minna en 5
cent á dag. Ruth S. ’Bloodgood hefir sýnt fram á það í
riti sínu: Welfare of Prisoners’ Families in Kentucky, að
fangafjölskylda gæti búist við því að fá rúmlega 23
dollara frá manni, sem er þrælkaður heilt ár í fangelsi.
Af 82 fjölskyldum höfðu þó einar 7 fengið þá fjárhæð.
Wickersham-nefndin liefir komist þannig að orði um
þetta mál:
Þau litlu laun, sem goldin eru í stöku stað, eru víða
étin upp, að heita má, á þann hátt að leggjci sektir
á þá fanga, sem brjóta boðorð fangelsisins. Met hefir