Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 65
3ÐUNN
Mannúðin í Vesturheimi.
59
— til þess að þeir hlypust ekki á brott eða gerðu upp-
reistir gegn böðlum sínum. Svertingjar í fangelsum
•Suðurrikjanna tóku að sjálfsögðu hlekkina í arf, en
síðar náðu hlekkirnir einnig til hvítra manna, og síðustu
■ár hefir hvítum hlekkjaföngum fjölgað ört. Það á að
miklu leyti rætur sínar að rekja til kreppunnar, sem
hefir lagst með heljarþunga á vinnandi stéttir Banda-
ríkjanna, bæði hvíta menn og svarta, og haft í för með
:sér fjölda brota gegn lögum til verndar eignarrétti
manna. 1 hlekkjafangelsum þessum eru menn þrælk-
aðir 10—16 stundir í sólarhring eftir árstíðum. Þeir
kljúfa grjót, grafa skurði, gera brýr og leggja vegi, en
miskunnarlaus illmenni gæta þess með kylfuna á lofti
■og byssuna við hlið sér, að fangarnir vinni meðan þeir
geta á fótunum staðið.
Híbýli þessara fanga líkjast engurn manniabústöðum.
Ein tegund þeirra er klefi á hjólum, er má flytja frá
“einni vinnustöð til annarar. Einn slíkur klefi, 4 metrar
á lengd, 2V2 metri á hæð og 2 metrar á breidd, er
svefnskáli 20 fanga! Slík vistarvera líkist engu fremur
«n búri óarga-dýrs. Þar liggur maður við mann í óþol-
andi ólofti um heitar nætur Suðurríkjanna. Allir þessir
rekkjunautar eru fjötraðir ramlega sarnan í eina bendu
með sterkum járnhlekkjum. Fyrst eru hlekkir um annan
fót hvers einstaks manns og sterkur hringur tengdur
við hann, en síðan er gild hlekkjafesti dregin gegnum
stafna búrsins og gegnum alla hringa á fóthlekkjum
■ullra mannanna, og loks er endunum fest utan við
búrið svo ramlega, að engu verður um þokað. Þannig er
hver einstakur fangi fjötraður við alla félaga sína, svo
að enginn getur staðið upp — jafnvel ekki til þess að
komast á vanhús — sem er gat á miðju gólfi — nema
vekja allan flokkinn. Oft hefir borið við, að búr þessi