Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 66
60
Mannúðin í Vcsturheimi.
IÐUNN
hafa brunnið með öllum, sem inni voru, áður en tekist
hefir að leysa þessa þungu fjötra.
Pá hafa hlekkjafangar að jafnaði mun verra fæði en
aðrir fangar, og er pá langt til jafnað. Fangavörður.
einn i Alabama stærði sig nýlega af því, að fæði hvers
fanga kostaði hann minna en fóður hvers múlasna.
Fóður hans kostaði 55 cent á dag, en fæði fangans
14V2 oent á dag. Fangaverðir þeirra ógæfusömu manna,
sem prælkaðir eru í hlekkjum, eru að jafnaði verstu
illmenni. Alsiða er, að hvítir fangar séu gerðir að ráðs-
mönnum fangavarðar og látnir gæta annara fanga,.
einkum svertingja. Ráðsmenn þessir hafa það til að
hvetja nýkomna fanga til þess að strjúka, en ef þeir
gera strokutilraun, elta þeir þá og ná þeim eða skjóta
þá, i von um uppgjöf saka eða annan ávinning. f
Missisippi-ríki höfðu ráðsmenn þessir skotið svo marga
fanga, er þóttu staðnir að flóttatilraun, að yfirvöldin
hættu loks að verðlauna inorðin. Frægastur allra ráðs-
manna hefir Cecil Houston verið, en hann hafði verið
dæmdur í æfilangt fangelsi fyrir morð. Sendinefnd ein
varð þess áskynja árið 1926, að morðingi þessi var,
ásamt öðrum hans líkum, valinn til þess að reka eftir
föngunum við vinnuna — bæði í þágu ríkisins og
kolafélags þess, er leigði fangana. Á Houston þenna
sannaðist, að hann hafði drepið allmarga fanga og
handleggsbrotið að minsta kosti 7 fanga með barsmíð-
um. Houston hafði ágóðahlut af öllum kolum, sem
fangarnir námu, og ól önn fyrir fjölskyldu sinni, enda
þótt hann væri í fangelsi.
Nýlega kom kvennanefnd ein; í Alabama-fangelsi og
fékk fangavörðinn við illan leik til þess að opna svita-
kistuna, og var þar ljóta sjón að sjá: Inni var maður
hengdur upp á höndunum og fallinn í ómegin. Fætur