Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 67
1ÐUNN
Mannúðin i Vesturheimi.
61
hans voru stokkbólgnir og ho'ld alt soðið sundur inn í
bein af kalki, sem hafði verið borið á klefagólfið til
þess að kvelja hann. Þegar hann raknaði við og vildi
stíga í fæturna, féll hann fram á andlitið. Atvinnu-
laus uppgjafahermaður var barinn til dauða í Tennes-
see-fangelsi árið 1932. Dauðamein hans var talið æða-
kölkun, en við greftrun hans kom í ljós, að hann hafði
látist af misþyrmingum. Á sama ári var annar upp-
gjafahermaður, James C. Kirkby, barinn til óbóta með
þungri leðuról í Alabama-fangelsi, vegna pess að hann
leysti ekki af hendi pað verk, sem honum var ætlað,
en ástæðan var sú, að hann hafði sýkst af eiturgasi í
stríðinu og aldrei orðið samur maður eftir það. Þessi
maður hafði verið dæmdur í 25 dollara sekt fyrir smá-
yfirsjón, en að viðbættum sakarkostnaði var skuld hans
við ríkið 85 dollarar. Til þess að vinna alt þetta af
sér var hann þrælkaður í fangelsi í 101 dag, og þetta
var alt lögum samkvæmt. Ríkisstjórinn, B. M. Miller,
kynti sér mál hans og kvað upp þann úrskurð, að
hvorki landslög né reglugerð fangelsisins hefðu verið
brotin á honum, og þar við sat.
Fangar þeir, sem þrælkaðir eru á búgörðum víðs.
vegar um Bandaríkin, sæta svipuðum refsingum og
hlekkjafangar Suðurríkjanna, ef þeim ekki tekst að
inna það af hendi, sem fyrir er sett. Mrs. W. A. Mont-
gomery, sem er góð heimild í þessum efnum, skýrir
frá því, að í maímánuði 1931 hafi í Missisippi-fangelsi
heill flokkur fanga, sem vann á baðmullarekrum, verið
barinn, vegna þess að fangarnir létu fangavörð, sem
gekk þar um, skilja á sér, að þá skorti vatn til að
drekka, er þeir voru við vinnu sina. Einnig skýrir hún
frá því, að nýkominn fangi, bóksali að iðn og heilsu-
litill, hefði verið rekinn áfram við vinnuna, unz hann