Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 68
62
Mannúðin í Vesturheimi.
IÐUNM'
hné dauður til jarðar með baðmullarsekkinn á bakinu^
Dauðamein hans var einnig látið heita æðakölkun —
hið alræmda dauðamein hlekkjafanga í Vesturheimi.
Árið 1926 var Wiley Zeigler verkamaður barinn og
troðinn sporum til dauða af reiðtýgjuðum varðmönnum
í fangabúgarðinum hjá Houston í Texas. Pegar hann
lá á líkbörum, sýndi sig, að bak hans var, þvert og
endilangt, skorið löngum og djúpum, blóðugum skurð-
um, og hálsinn allur var stunginn eftir sporana. Maður
þessi var heilsulítill og kunni ekki til sveitavinnu og
skorti þrek til þess að vinna erfiðisvinnu í sólarhita
Suðurríkjanna.
Handbók frá árinu 1929, um fangelsi og vinnuhæli í
Vesturheimi, segir, að fangabúgarðar virðist relmir pví
nœr eingöngu í ávinnings-skyni. En það eru fleiri en
ríkin og fésýslumennirnir, sem hagnast drjúgum á
þrælkun fanganna. Dómarar, lögmenn og miðlarar hafa
mikla atvinnu af því að hafa búin og vinnustöðvarnar
fullskipaðar föngum. Milligöngumönnum þessum eru
goldin umboðslaun, sem miðast jafnan við höfðatölu
þeirra fanga, sem þeim tekst að hremma og koma undir
þrældómsokið. Nokkrir dómarar í Missisippi-ríki kom-
ust á kreppuárinu 1930 upp í 20 000 dollara árslaun
hver, en meðallaun þeirra í 82 fylkjum voru lítið eitt
undir 6 000 dollurum. Sömu menn mundu við sið-
aðra manna störf hafa fengið 100 dollara mánaðar-
laun, ef þeir hefðu á annað borð átt þvi láni að fagna
að fá nokkra atvinnu.
Pýtt úr tímaritinu Readers Digest.
Asgeir Magnússon.