Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 72
66
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
ekki. Þó eru undantekningar. Svefneyjarbóndinn er
hetjukvæði, á borð við kvæði Gríms Thomsen, íslend-
irígasögur og Eddukvæði. Petta ágæta kvæði ásamt
Voninni (í Skírni 1918) sýndi, að höfundurinn var ekki
alveg „knekkaður, rúíneraður og demóralíseraður“.
En hann var, eins og aðrir hinna upprennandi skáidar
undir sterkum áhrifum frá erlendum höfundum (sym-
bolistum, impressionistum), einkum Sigbjörn Obstfelder,
og auk þess var honum eflaust ólga. í skapi, eins og oft
vill vera urn unga menn á þessu reki. ■
Það væri synd að segja, að „grátljóðin" væri við
skap hinna eldri manna og alþýðu, enda fengu ungu
skáldin stundum hnútur fyrir „delirismann". Eina slíka
hnútu sendi Hagalín aftur í „Austurlandi" (7. ág. — 25.
sept. 1920) og segir, að þá verði víst nokkuð margir
deliristar af snillingum heimsins. „Ef til vill er það
óréttmætt að taka til meðferðar sálarlíf vitfirtra manna,.
sálsjúkra eða að einhverju leyti einkennilegra. Það er
sviðið, sem máske hefir flesta dularfyllstu og fínustu
þræði mannssálarinnar innan sinna takmarka. Hvað
segir höfundurinn um Poe, Baudelaire, Verlaine, Mau-
passant, Maeterlink, Wilde, Gorki, Dostojewski, Frö-
ding, Hamsun, Obstfelder, Mathiesen, Bang og Stucken-
berg?“
Hver, sem les Blindsker með þessar línur í huga, mun
sjá, hvað Hagalín er að fara með sögum sínumogæfin-
týrum. Þetta eru mest tilraunir til að lýsa einkennilegu
sálarlífi, könnunarferðir um kiina og króka mannlegs.
hjarta.
Barnid á að sýna áhrif sultarins á ungu hjónin; Hel-
vegir sýna, hvernig umhorfs er í sál manns, sem látið
hefir samvizkubit og þjóðtrú flæma úr sér vitglóruna;
Kreptir hnefar lýsa baráttu sterks manns gegn máttug-