Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 73
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
67
ustu fjötrum félagslífsins (blóðskömm, föðurmorð), en
ósigri hans og vitfirringu, þegar hann á tafl við sjálf
örlögin (dóttur- og konu-missir).
Þá eru menn eins og Kobbi gamli, sem verður undar-
legur út úr ástasvikum og slysförum, eða Hjartalausi
drengurinn, sem hlær er sízt skyldi, eins ,og Víga-
Glúmur og Þorleifur Repp. — Allar þessar sögur og
æfintýri (nema Kobbi gamli) eru samin í Reykjavík
1919 og standa sýnilega að baki yngri sögunum í safn-
inu, frá Seyðisfirði 1920—21.
Allar þessar sögur lýsa æstum tilfinningum; oftast
nær eru ástir undirrótin á einhvern hátt, en afbrýðis-
semi á aðra hönd, þar sem sagan gerist milli þriggja
aðila. En í sumum sögunum verða hatur og hefndir að-
al-þungamiðjan. Svo er það t. d. í smásögunni Blind-
sker, þar sem hefndin birtist sem dularfult goðmagn
(Nemesis). Hefndarhugur Þorgnýs í Krcptum hnefum er
sams konar og hugur Egils til Ægis. Þorgnýr hamast
gegn Drottni, eins og Egill hefði gert, ef hann hefði
getað rekið sök sverði — eða ef hann hefði mist vitið-
II.
En lang-merkilegust er sagan Hefndir, sökum þess
að þar metur höfundur hefndina og gildi hennar fyrir
einstaklinginn. Hefndir er annars stærsta sagan í ann-
ari bók Hagalíns, Strandbúum, er út kom á Seyðisfirði
1923. Var sagan skrifuð í apríl það ár.
1 þessari sögu renna saman áhrif frá íslendingasögum
ogNietsche. Auk þess ber húnásér þjóðsagnablæ; hún
e1' lögð í munn Sæmundi gamla sagnaþul, er vel gæti
verið Sigfús gamli Sigfússon, ef hann væri ögn guð-
hræddari en hann er. Því Sæmundi gamla er ekki mikið
um kirkju og klerka, honum þykir kenning þeirra um