Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 78
72
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
IV.
Fyrsta sagan, sem flutti hann heim, svo að segja, var
Kreptir hnejar. I henni notaði hann hrika-umhverfi
vestfirzkrar náttúru með góðum árangri sem umgerð
og svið hins grimmilega örlagaleiks.
En brátt kom þaö. í ljós, að hið vestfirzka umhverfi
og hið vestfirzka sjómannalíf í sambandi við glaðar
æskuminningar varð sterkara en hin skuggalegu og:
lamandi útlendu áhrif, er settu grátsvip sinn á fyrstu
tilraunir Hagalíns. Og þannig atvikast það, að heim-
kynnin hjálpa til að leysa léttlyndi Hagalíns og græsku-
lausan gáska úr læðingi. I fyrstu bók hans, Blindskerj-
um, eru sögurnar Kuonbœnir og einkum sagan Á sjó
(báðar frá 1920) til vitnis um þennan sanna innra
mann Hagalíns. Og eftir þetta hættir hann sér ekki
langt frá heimahögunum. „t>á er ég skrifa sögur, hefi
ég ósjálfrátt í huga Vestfirði, vestfirzka lifernisháttu
og vestfirzkt Iundarfar," segir hann í formála fyrir
Strandbúum (1923), og það á við um allar seinni sög-
ur hans í auknum mæli.
Vér kynnumst hinni hrikalegu og hörðu náttúru, an-
nesjum og útkjálkasveitum. Og vér kynnumst hafinu,
stundum i logni og ládeyðu, en miklu oftar í óveðra-
ham, grimmu og geigvænlegu, þar sem sorti náttúr-
unnar er órofinn af öðru en hvítum brimgarðinum við
klettaströndina.
Náttúran markar fólkið, sem er upp alið í þessu stór-
fenglega umhverfi. Og margvísleg eru áhrif hennar á
mennina, eftir upplagi hvers um sig. Þá, sem veikir
eru fyrir, grípur hún heljartökum. Þaðan stafar ýmis-
Iegt sjúklegt í vestfirzku sálarlífi, þaðan sprettur lík-
lega hjátrúin, ömurleg og oft með ógnum miklum,
sem um langan aldur hefir verið landlæg á Vestfjörð-