Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 82
76
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNM
atkvæðasmár. Og heimili þeirra er eins og heimili
eiga að vera, og eins og þau verða ósjálfrátt þar, sem
aðrar eins kjarna-manneskjur sitja við stýrið. Og gamli
maðurinn er svo sem viðar húsbóndi en á sínu heimili;
hann er kóngur sveitarinnar, og allir verða að sitja og
standa sem hann vill. Nema sumir ungu mannanna, er
fara sínu fram. En {>eir fara f>ar krókavegi og beita
undirferli, þar sem gamli maðurinn fór beint, og hann
fær sig ekki til að vega að þeim með slíkum vopnum-
Á ]>eim vettvangi bíður hann ósigur.
En unga kynslóðin hefir ekki unnið við ]>að, ab
Hagalín gerði upp reikninga hennar. Hann metur brask
hennar og los augsýnilega sömu mælistiku og Hamsun*
hún hefir týnt því gamla upprunalega fyrir fánýtt
gull og glingur hins nýja tíma. Að þessu leyti er og
Hagahn alveg á sama máli og Jón Trausti í Lcysiiuj
og Bessa yamla. Ef henni á að farnast vel, þá er það
fyrir erfðahlut þann, er gamla kynslóðin hefir fengið
henni. Og dóttir Melakóngsins er að vísu of lík honum
til þess, að menn geti efast um velferð hennar.
Skömmu eftir að Hagalín lauk við þessa lýsingu á
tímamótunum í tíð feðra sinna, hóf hann að skrifa
aðra tímamótalýsingu, er lýsti umbrotum samtíðar hans,
baráttu kapítalismans og jafnaðarstefnunnar. Hann
hafði sjálfur hneigst til jafnaðarstefnunnar, kannske
ekki sízt fyrir áhrif frá höfundum eins og Nexö *) og
Gorki. Samt sem áður mun hann hafa átt erfitt með
að fella sig við kenningar jafnaðarmanna, kannske
helzt vegna þess, hve hætt virtist gömlu verðmætunum
í róti þvi, er stefnan vakti. Og þegar sagan loksins kom
eftir fjögra ára bið, var hún mönnum að mörgu leyti
vonbrigði.
*) Sbr. Skutul 20. febr. 1931.