Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 84
78
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
mætti kallast. aktaskrift, f)á virðast mér Brentiumenn
helzt vera því marki brendir.
VI.
Hagalín hafði líka mörgu öðru að sinna, meðan hann
hafði þá með höndum. Noregsförin, kynni hans af
norskum landsmálsmönnum, þjóðræknissinnum og;
norskri alþýðu fylti hug hans. i mörgu, sem fyrir aug-
un bar, fann hann fyrirmyndir til eftirbreytni fyrir ís-
lendinga og flýtti sér að senda blöðunum heima frá-
sagnir sínar og tillögur. Hann bendir á það, að Norð-
menn leggi toll á erlend sorprit (Mbl. 19. júlí ’25) og
ístyður í því sambandi tillögu Nordals um þýðingar úr-
valsrita. Hann bendir á það, að Norðmenn færi sér
rniklu betur í nyt samtíðarbókmentir sínar með því að'
kenna bókmentasögu á lýðháskólum sínum (Mbl. 22.
—23. ág. ’25). Þjóðdanzarnir norsku, heimilisiðnaður í
Harðangri, þarabrensla á Jaðri, norski óðalsrétturinn
— alt eru þetta fyrirmyndir, sem Islendingar gætu lært
mikið gott af. (Mbl. 26. júlí, 1. sept. ’25; Lesb. Mbl. 18_
apr. 1926, 27. júní og 27. sept. ’26.) Loks skrifar hann
„Nýnorskt mál og menning", ágæta grein í Eimreið-
ina 1925 (31. ár, 97.-131. bls.). Er merkilegt að sjá,
að Hagalín lítur á þessa nýnorsku hreyfingu sömu aug-
um og Sigurður Nordal á kjarnann í ísl. bókmentum.
Norsku ríkismálsbókmentirnar sýnast honum ósannari,
tízkubundnari en landsmálsskáldskapurinn, sem er nor-
rænni, sannari og líkari hinu kjarnbezta í ísl. bók-
mentum. „Verk sumra nýnorskra smáskálda eru fult svo
lífvænleg sein sum verk hinna stóru ríkismálshöfunda
— og er það einmitt vegna þess, sem áður er fram
tekið, að þau eru norskari, sannari, — meira líf, minna
hugarfóstur."