Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 86
•80
Guðmundur Gíslason Hagalín.
IÐUNN
um? Að minsta kosti lýsir Hagalín stíl Duuns (Eimr.
1925, bls. 124—125) svo, að mjög minnir á stílinn; í Nes-
hólabræðrum.
VII.
Hinar tvær sögurnar í Vedur öll válynd eru af léttara
tæi en þær tvær fyrnefndu. Þórdur og Gndbjörg er
;saga um það, hvernig'gömlum sægarpi og brennivíns-
berserk ferst að lokum í baráttunni við kvenskrattann
:(The tarning of t.he shrew). Hin sagan er góðlátleg
saga, glettin og raunaleg í senn, um Einar nnga, sjö-
tuga gamalmennið, sem aldrei hefir viljað trúa því, að
ellin færðist yfir sig, og deyr að lokum sæll við frétt-
ina um pað, að hafa verið; kosinn heiðursfélagi í ung-
mennafélaginu.
Þessi saga er ein af fleirum, sem Hagalín hefir skrif-
•að um vald og gildi blekkingarinnar’, í lífi manna, lífs-
lyginnar. Skal hér litið yfir pær í samhengi.
Einhver hin fyrsta, en ekki sízta, er sagan um Tófu-
■skinnid í Strandbúum. Hún sýnir okkur amlóðann,
kokkálinn Árna á Bala, sem býr við konuríki og aldrei
hefir haft dug til ærlegs verks, pótt viljinn væri nægur
til frama. En svo sendir forsjónin lionum dauða tófu,
og er hann þá ekki lengi að eigna sér afrekið. Og þetta
upplogna afrek gerir kraftaverk á karlinum: hann
býður nú ekki einungis veröldinni byrginn, heldur einn-
ig kvenskrattanum, konu sinni, og í sögulok er hann í
raun og sannleika oröinn að manni.
Ég hefi áður minst á HimnabréfW í sömu bók, sem
dæmi upp á ímugust Hagalíns á andatrú. En sagan er
líka dæmi þess, að blekkingin getur orðið manninum
að sannnefndu heilsulyfi. Er óvíst, að Hreggviður hefði
afborið konumissinn, hefði hann ekki verið svo hepp-