Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 87
iðunn Guðmundur Gíslason Hagalín. 81
inn að fræðast um það, að hægt væri að senda bréf
til himna, og hefði pósturinn ekki verið svo greiðvik-
inn að taka pað af honum.
En einna átakanlegast lýsir Hagalín mætti blekking-
arinnar í Einstœðingar (1926). Og hér er það sjálfs-
blekking, eins og í Tófuskinninu og eins og í Einar
ungi. Laufey, aumingja kryplingsstúlkan, veit pví nær
með vissu, að Halidór hefir ekki elskað hana, hana
grunar, að hann hafi ekki gengið í eldinn fyrir hana,
heldur fyrir peningana sína. En hún bægir pessum grun
burt, og til allrar hamingju fyrir hana veit enginn ann-
ar en hún um réttu orsökina; allir halda, að Halldór
hafi látið lífið fyrir hana, og petta styrkir hana sjálfa;
í trúnni og veitir henni nýjan sálarstyrk til að lifa líf-
Inu. Annars er pessi saga átakanleg lýsing á smælingj-
um, sem vegna pess, hve lítilfjörlegir peir eru, verða í
urð hraktir af samferðamönnum sínum á lífsleiðinni.
VIII.
I hinum tveim sögunum: Guð og lukkan og Mann-
leg náttúra, beinir Hagalín aftur sjóngleri sínu að hinu
upprunalega í manninum. I Gunnari teiknar hann frum-
býling, upprunalegan bónda, einfaldan sem lamb, sterk-
an sem naut og sauðpráan. „Hann bíta engin járn, hann
er eins og tröllin í fjöllunum eða englar guðs á himn-
um,“ segir presturinn um hann, og er pað hverju orði
sannara. Gunnar lifir sínu einfalda lífi í fullkomnu
samræmi við náttúruna, bæöi hina ytri og hina innri,
hann púlar og streitist, matast, getur börn og sefur.
Hin einu leiðarljós hans eru Guð og lukkan, sem gefa
honum teikn og stórmerki, pegar úr vöndu er að ráða.
Og Gunnar ræður ráðum sínum eftir pessum bending-
um eins örugglega eins og gamla fólkið, sem trúði á
Iðunn XVIU
6