Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 89
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
85
Það er haft eftir prófessor G. Neckel í Berlín, —
sem auðvitað er {ijóðernissinni — að Hagalín sé hinn
heiðnasti höfundur islands, og Mannleg náttúra hetju-
epos af betra endanum. Hvort tveggja mun vera rétt..
IX.
Gud og lukkan kom út 1929. Svo liðu 4 ár, að
Hagalín sendi ekki frá sér neina frumsamda bók.
En í haust — 1933 — kemur Kristrún í Hamraink,.
síðasta og bezta bók Hagalíns.
Þessi saga um hina góðu gömlu konu er hin þriðja
tilraun Hagalíns til að semja langan róman — og hefir
tekist langbezt. Ef til vill hefði mátt gera betur skil
aukapersónum sögunnar, ekki fleiri en þær eru. Svo
rnikill snillingur sem Hagalín annars er í tilsvörum,.
þá virðist mér honum hafa mistekist að láta Anítu
tala eðlilega. En petta eru smágallar, sem hverfa fyrir
hinni ágætu meðferð, er hann hefir látið aðalpersón-
unni, þeirri góðu og gömlu konu, í té. Þar hefir hann
auðgað íslenzku bókmentirnar að nýrri mannlýsingu,.
ólíkri öllum öðrum og ágætri.
Þetta er ekki svo að skilja, að Kristrún gamla sé svo
frámunalega ólík öðrum gömlum íslenzkum konum..
Fjarri fer {iví. Hún er pvert á móti svo lík mörguin
góðum og gömlum konum, sem maður hefir kynst og
Þekt, að manni finst alt af við og við, að þetta kannist
'uaður við — orðfærið, hugsunarháttinn, skapið. Ekki
verður heldur sagt, að Kristrún gamla sé svo mjög
ólik öðru fólki, sem Hagalín hefir skapað. Nei, þegar
að er gáð, þá er hún af sama bergi brotin og Gunnar
karlinn á Mávabergi. Og þegar alt kemur til alls,
mundu vera líkar taugar í henni og konungshjónunum
a Melum eða jafnvel Einari kaupmanni í Brennumönn-